Innlent

Ferðamenn óánægðari með Ísland

Samúel Karl Ólason skrifar
Ánægja Breta og Norðmanna hefur lækkað mest en rússneskir ferðamenn eru ánægðastir með ferðina til Íslands.
Ánægja Breta og Norðmanna hefur lækkað mest en rússneskir ferðamenn eru ánægðastir með ferðina til Íslands. Vísir/GVA
Ferðamenn eru óánægðari með ferðina til Íslands nú í sumar miðað við í fyrra. Ferðamannapúls Gallup hefur lækkað marktækt en hann mælir heildaránægju og heildarupplifun ferðamanna á heimsókn þeirra til Íslands. Ánægja Breta og Norðmanna hefur lækkað mest en rússneskir ferðamenn eru ánægðastir með ferðina til Íslands.

Það sem spilar mest inn í lækkunina er óánægja með verðlag hér á landi.

Á vef Gallup, þar sem finna má upplýsingar um Ferðamannapúlsinn, segir að fyrir sumarið hafi púlsinn verið 2,5 stigum lægri heldur en í fyrra. Til ágúst hefur hann mælst lægri í öllum mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs.



Ánægja Rússa með Íslandsferð þeirra var 87 stig í sumar og er það nokkuð hærra en hjá Ítölum, sem voru í öðru sæti með 84,2 stig.

Þá mældist púlsinn eingöngu 79,8 stig hjá frændum okkar frá Noregi og 80,2 stig hjá Bretum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×