Mansalshringur eykur grun um að leiðin um Ísland sé nýtt til að smygla fólki Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2017 14:27 Lögreglan á Suðurnesjum segir að virkt landamæraeftirlit, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, sé afar mikilvægt eins og málið sýni, og brýnt sé að efla lögregluna á Suðurnesjum til að sinna því starfi. Vísir/Eyþór Uppræting mansalshrings rennir enn frekari stoð undir þann grun að leiðin um Keflavíkurflugvöll hafi verið og sé nýtt til að smygla fólki meðal annars frá Evrópu til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna frétta af aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingar mansalshringsins sem íslenskir lögreglumenn tóku þátt í. Lögreglan á Suðurnesjum hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017, eftir að tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar höfðu stöðvað tvo einstaklinga sem kváðust ekki þekkjast þótt sami aðili hefði greitt farmiða þeirra. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að annar mannanna ferðaðist á stolnu vegabréfi. Hann var því handtekinn. Lögreglan handtók einnig hinn manninn vegna gruns um aðild hans að því að flytja fólk með ólögmætum hætti yfir landamæri. Upplýsingum sem fram komu við lögreglurannsóknina var miðlað til erlendra lögregluyfirvalda í gegnum Europol. Þær upplýsingar leiddu til þess að landamæraeftirlitið í Finnlandi upprætti, með stuðningi Europol og bandarískra yfirvalda, skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara. Samtökin eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Finnsk yfirvöld hafa handtekið fjóra liðsmenn í glæpasamtökunum og framkvæmt húsleitir í fjórum húsum í Helsinki, Vantaa og Tampere í Finnlandi. Fjöldi farsíma var meðal annars gerður upptækur í húsleitinni. Jafnframt fundust þúsundir evra í reiðufé í plastpokum. Lögreglan á Suðurnesjum segir að virkt landamæraeftirlit, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, sé afar mikilvægt eins og málið sýni, og brýnt sé að efla lögregluna á Suðurnesjum til að sinna því starfi. Jafnframt eru alþjóðlegt samstarfs lögreglu og miðlun upplýsinga lykilatriði þegar stemma skal stigu við skipulagðri glæpastarfsemi sem þessari. Tengdar fréttir Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingu mansalshrings. 19. október 2017 08:53 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Uppræting mansalshrings rennir enn frekari stoð undir þann grun að leiðin um Keflavíkurflugvöll hafi verið og sé nýtt til að smygla fólki meðal annars frá Evrópu til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna frétta af aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingar mansalshringsins sem íslenskir lögreglumenn tóku þátt í. Lögreglan á Suðurnesjum hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017, eftir að tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar höfðu stöðvað tvo einstaklinga sem kváðust ekki þekkjast þótt sami aðili hefði greitt farmiða þeirra. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að annar mannanna ferðaðist á stolnu vegabréfi. Hann var því handtekinn. Lögreglan handtók einnig hinn manninn vegna gruns um aðild hans að því að flytja fólk með ólögmætum hætti yfir landamæri. Upplýsingum sem fram komu við lögreglurannsóknina var miðlað til erlendra lögregluyfirvalda í gegnum Europol. Þær upplýsingar leiddu til þess að landamæraeftirlitið í Finnlandi upprætti, með stuðningi Europol og bandarískra yfirvalda, skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara. Samtökin eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Finnsk yfirvöld hafa handtekið fjóra liðsmenn í glæpasamtökunum og framkvæmt húsleitir í fjórum húsum í Helsinki, Vantaa og Tampere í Finnlandi. Fjöldi farsíma var meðal annars gerður upptækur í húsleitinni. Jafnframt fundust þúsundir evra í reiðufé í plastpokum. Lögreglan á Suðurnesjum segir að virkt landamæraeftirlit, ekki síst á Keflavíkurflugvelli, sé afar mikilvægt eins og málið sýni, og brýnt sé að efla lögregluna á Suðurnesjum til að sinna því starfi. Jafnframt eru alþjóðlegt samstarfs lögreglu og miðlun upplýsinga lykilatriði þegar stemma skal stigu við skipulagðri glæpastarfsemi sem þessari.
Tengdar fréttir Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingu mansalshrings. 19. október 2017 08:53 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Upprættu mansalshring með aðstoð íslenskra lögreglumanna Íslenskir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þriggja ríkja sem leiddu til upprætingu mansalshrings. 19. október 2017 08:53