Fangar fái von eftir afplánun Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2025 11:39 Eygló Harðardóttir starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Nýtt og stórt samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun var kynnt í morgun. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir fanga oft ekki hafa tækifæri til að snúa blaðinu við. Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló. Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló.
Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira