Fangar fái von eftir afplánun Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2025 11:39 Eygló Harðardóttir starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Nýtt og stórt samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun var kynnt í morgun. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir fanga oft ekki hafa tækifæri til að snúa blaðinu við. Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló. Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Verkefnið ber heitið EXIT og var kynnt í fangelsinu á Hólmsheiði. Um er að ræða samstarfsverkefni sem snýr að stuðningi við fanga sem ljúka afplánun og vilja hverfa frá ofbeldisfullum eða afbrotatengdum lífsstíl, og taka upp nýtt og heilbrigt líf. Þeir sem reyna að byrja upp á nýtt standa oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot. Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi. Með því verður vonandi dregið úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu. Stór hópur að vinna saman Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir alvarlegar áhyggjur uppi af fjölgun ofbeldisbrota. „Það sem við erum að vonast til að gera með þessu samstarfi er að þróa samþætta þjónustu þannig við séum að mæta fólki þar sem það er statt. Gera það á forsendum hvers og eins. Þetta er upphaf, við erum ekki að segja að við séum komin þangað sem við viljum vera. Þetta er upphaf þar sem við erum fjölbreyttur hópur að lýsa því yfir að við ætlum okkur að vinna saman,“ segir Eygló. Fangar sjái að það er von Endurhæfingu verði haldið áfram eftir afplánun. „Líka síðan þessi jafningjastuðningur. Hvað er það sem þarf til svo fólk fái þessar grunnþarfir uppfylltar og það sjái að það séu tækifæri og von. Það sem við dagsdaglega teljum að sé sjálfgefið er ekkert endilega til staðar gagnvart þessum hópi. Þeir geta byggt á sinni eigin reynslu, þetta hefur ekki verið til staðar þannig af hverju ætti þetta að vera til staðar? Við vonumst til að geta breytt því,“ segir Eygló.
Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira