42 meistaratitlar í einu liði og að auðvitað sigur í Ljónagryfjunni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 14:00 Njarðvíkurliðið sem komst áfram í bikarnum í gær. Mynd/Fésbókarsíða Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur B-lið Njarðvíkur komst áfram í sextán liða úrslit Maltbikarsins í gærkvöldi eftir fimm stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 100-95. Þetta Njarðvíkurlið er hinsvegar ekkert venjulegt b-lið enda ætti náttúrulega vera flokkað sem g-lið eða goðsagnalið. Þegar búið er að leggja saman alla Íslands- og bikarmeistaratitla tólf manna hópsins þá er talan komin upp í 42 meistaratitla. Það var því nóg af sigurvegurum í Njarðvíkurbúningnum í gær og því kannski ekkert skrýtið að þeir hafi fagnað sigri. Goðsagnir liðsins koma þó ekki aðeins úr Njarðvík heldur af öllum Suðurnesjunum. Margfaldir meistarar frá Keflavík og Grindavík eru líka í þessu magnaða liði. Gömlu karlarnir sýndu líka frábær tilþrif í þessum leik en liðið mætti þarna kanalaust á móti liði sem hafði 32 stiga mann í Zaccery Alen Carter. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson og Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson fóru fyrir sínu liði en Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson voru líka öflugir. Allt eru þetta menn sem voru landsliðmenn og í lykilhlutverkum í meistaraliðum. Magnús Þór skoraði 26 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga skot og gaf að auki 5 stoðsendingar. Páll var með 24 stig og 10 fráköst auk þess að fiska tíu villur á Borgnesinga. Gunnar skoraði 12 stig og Páll Axel var með 8 stig og 19 fráköst. Þjálfari liðsins er síðan Halldór Rúnar Karlsson sem vann sjálfur sex stóra titla á ferlinum, fjóra Íslandsmeistaratitla (Keflavík 1999, Njarðvík 2001, 2002 og 2006) og svo tvo bikarmeistaratitla (Njarðvík 2002 og 2005). Það kemur titlafjöldanum upp í 48. Íslands- og bikarmeistaratitlar leikmanna í liði Njarðvíkur-b 2017-18: Gunnar Einarsson 9 6 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (1997, 2003, 2004) Páll Kristinsson 8 4 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (1994, 1995, 1998, 2002) 3 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002, 2005) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Magnús Þór Gunnarsson 7 4 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2012) Arnar Freyr Jónsson 5 3 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005) 2 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2004, 2012) Sævar Garðarsson 5 2 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (2001, 2002) 2 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2000) Páll Axel Vilbergsson 3 2 sinnum Íslandsmeistari með Grindavík (1996 og 2012) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Hjörtur Hrafn Einarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Rúnar Ingi Erlingsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Grétar Már Garðarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2002) Arnar Þór Smárason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2002) Ólafur Aron Ingvason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2005) Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
B-lið Njarðvíkur komst áfram í sextán liða úrslit Maltbikarsins í gærkvöldi eftir fimm stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 100-95. Þetta Njarðvíkurlið er hinsvegar ekkert venjulegt b-lið enda ætti náttúrulega vera flokkað sem g-lið eða goðsagnalið. Þegar búið er að leggja saman alla Íslands- og bikarmeistaratitla tólf manna hópsins þá er talan komin upp í 42 meistaratitla. Það var því nóg af sigurvegurum í Njarðvíkurbúningnum í gær og því kannski ekkert skrýtið að þeir hafi fagnað sigri. Goðsagnir liðsins koma þó ekki aðeins úr Njarðvík heldur af öllum Suðurnesjunum. Margfaldir meistarar frá Keflavík og Grindavík eru líka í þessu magnaða liði. Gömlu karlarnir sýndu líka frábær tilþrif í þessum leik en liðið mætti þarna kanalaust á móti liði sem hafði 32 stiga mann í Zaccery Alen Carter. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson og Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson fóru fyrir sínu liði en Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson voru líka öflugir. Allt eru þetta menn sem voru landsliðmenn og í lykilhlutverkum í meistaraliðum. Magnús Þór skoraði 26 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga skot og gaf að auki 5 stoðsendingar. Páll var með 24 stig og 10 fráköst auk þess að fiska tíu villur á Borgnesinga. Gunnar skoraði 12 stig og Páll Axel var með 8 stig og 19 fráköst. Þjálfari liðsins er síðan Halldór Rúnar Karlsson sem vann sjálfur sex stóra titla á ferlinum, fjóra Íslandsmeistaratitla (Keflavík 1999, Njarðvík 2001, 2002 og 2006) og svo tvo bikarmeistaratitla (Njarðvík 2002 og 2005). Það kemur titlafjöldanum upp í 48. Íslands- og bikarmeistaratitlar leikmanna í liði Njarðvíkur-b 2017-18: Gunnar Einarsson 9 6 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (1997, 2003, 2004) Páll Kristinsson 8 4 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (1994, 1995, 1998, 2002) 3 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002, 2005) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Magnús Þór Gunnarsson 7 4 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2012) Arnar Freyr Jónsson 5 3 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005) 2 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2004, 2012) Sævar Garðarsson 5 2 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (2001, 2002) 2 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2000) Páll Axel Vilbergsson 3 2 sinnum Íslandsmeistari með Grindavík (1996 og 2012) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Hjörtur Hrafn Einarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Rúnar Ingi Erlingsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Grétar Már Garðarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2002) Arnar Þór Smárason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2002) Ólafur Aron Ingvason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2005)
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira