42 meistaratitlar í einu liði og að auðvitað sigur í Ljónagryfjunni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 14:00 Njarðvíkurliðið sem komst áfram í bikarnum í gær. Mynd/Fésbókarsíða Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur B-lið Njarðvíkur komst áfram í sextán liða úrslit Maltbikarsins í gærkvöldi eftir fimm stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 100-95. Þetta Njarðvíkurlið er hinsvegar ekkert venjulegt b-lið enda ætti náttúrulega vera flokkað sem g-lið eða goðsagnalið. Þegar búið er að leggja saman alla Íslands- og bikarmeistaratitla tólf manna hópsins þá er talan komin upp í 42 meistaratitla. Það var því nóg af sigurvegurum í Njarðvíkurbúningnum í gær og því kannski ekkert skrýtið að þeir hafi fagnað sigri. Goðsagnir liðsins koma þó ekki aðeins úr Njarðvík heldur af öllum Suðurnesjunum. Margfaldir meistarar frá Keflavík og Grindavík eru líka í þessu magnaða liði. Gömlu karlarnir sýndu líka frábær tilþrif í þessum leik en liðið mætti þarna kanalaust á móti liði sem hafði 32 stiga mann í Zaccery Alen Carter. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson og Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson fóru fyrir sínu liði en Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson voru líka öflugir. Allt eru þetta menn sem voru landsliðmenn og í lykilhlutverkum í meistaraliðum. Magnús Þór skoraði 26 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga skot og gaf að auki 5 stoðsendingar. Páll var með 24 stig og 10 fráköst auk þess að fiska tíu villur á Borgnesinga. Gunnar skoraði 12 stig og Páll Axel var með 8 stig og 19 fráköst. Þjálfari liðsins er síðan Halldór Rúnar Karlsson sem vann sjálfur sex stóra titla á ferlinum, fjóra Íslandsmeistaratitla (Keflavík 1999, Njarðvík 2001, 2002 og 2006) og svo tvo bikarmeistaratitla (Njarðvík 2002 og 2005). Það kemur titlafjöldanum upp í 48. Íslands- og bikarmeistaratitlar leikmanna í liði Njarðvíkur-b 2017-18: Gunnar Einarsson 9 6 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (1997, 2003, 2004) Páll Kristinsson 8 4 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (1994, 1995, 1998, 2002) 3 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002, 2005) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Magnús Þór Gunnarsson 7 4 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2012) Arnar Freyr Jónsson 5 3 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005) 2 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2004, 2012) Sævar Garðarsson 5 2 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (2001, 2002) 2 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2000) Páll Axel Vilbergsson 3 2 sinnum Íslandsmeistari með Grindavík (1996 og 2012) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Hjörtur Hrafn Einarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Rúnar Ingi Erlingsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Grétar Már Garðarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2002) Arnar Þór Smárason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2002) Ólafur Aron Ingvason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2005) Dominos-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
B-lið Njarðvíkur komst áfram í sextán liða úrslit Maltbikarsins í gærkvöldi eftir fimm stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 100-95. Þetta Njarðvíkurlið er hinsvegar ekkert venjulegt b-lið enda ætti náttúrulega vera flokkað sem g-lið eða goðsagnalið. Þegar búið er að leggja saman alla Íslands- og bikarmeistaratitla tólf manna hópsins þá er talan komin upp í 42 meistaratitla. Það var því nóg af sigurvegurum í Njarðvíkurbúningnum í gær og því kannski ekkert skrýtið að þeir hafi fagnað sigri. Goðsagnir liðsins koma þó ekki aðeins úr Njarðvík heldur af öllum Suðurnesjunum. Margfaldir meistarar frá Keflavík og Grindavík eru líka í þessu magnaða liði. Gömlu karlarnir sýndu líka frábær tilþrif í þessum leik en liðið mætti þarna kanalaust á móti liði sem hafði 32 stiga mann í Zaccery Alen Carter. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson og Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson fóru fyrir sínu liði en Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson voru líka öflugir. Allt eru þetta menn sem voru landsliðmenn og í lykilhlutverkum í meistaraliðum. Magnús Þór skoraði 26 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga skot og gaf að auki 5 stoðsendingar. Páll var með 24 stig og 10 fráköst auk þess að fiska tíu villur á Borgnesinga. Gunnar skoraði 12 stig og Páll Axel var með 8 stig og 19 fráköst. Þjálfari liðsins er síðan Halldór Rúnar Karlsson sem vann sjálfur sex stóra titla á ferlinum, fjóra Íslandsmeistaratitla (Keflavík 1999, Njarðvík 2001, 2002 og 2006) og svo tvo bikarmeistaratitla (Njarðvík 2002 og 2005). Það kemur titlafjöldanum upp í 48. Íslands- og bikarmeistaratitlar leikmanna í liði Njarðvíkur-b 2017-18: Gunnar Einarsson 9 6 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (1997, 2003, 2004) Páll Kristinsson 8 4 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (1994, 1995, 1998, 2002) 3 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002, 2005) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Magnús Þór Gunnarsson 7 4 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2012) Arnar Freyr Jónsson 5 3 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005) 2 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2004, 2012) Sævar Garðarsson 5 2 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (2001, 2002) 2 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2000) Páll Axel Vilbergsson 3 2 sinnum Íslandsmeistari með Grindavík (1996 og 2012) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Hjörtur Hrafn Einarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Rúnar Ingi Erlingsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Grétar Már Garðarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2002) Arnar Þór Smárason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2002) Ólafur Aron Ingvason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2005)
Dominos-deild karla Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira