Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. október 2017 06:43 Loftmengun er sú gerð mengunar sem dregur flesta til dauða. Vísir/GVA Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs. Brúnei Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Grein í vísindaritinu The Lancet rekur eitt af hverjum sex dauðsföllum ársins 2015 til mengunar. Hópurinn sem stóð að greininni segir að mengunin leiði til ósmitbærra sjúkdóma á borð við lungakrabbameins, heilablóðfalla og hjartasjúkdóma sem svo dregur fólk til dauða. Leggst hún því verst á þá sem veikastir eru fyrir; svo sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma, börn og aldraða. Um er að ræða 9 milljón andlát á heimsvísu, langflest þeirra í löndum með lágar- eða miðlungsháar meðaltekur. Þar mátti rekja allt að 25% allra dauðsfalla til mengunar. Bangladess og Sómalía eru þau lönd sem verst urðu úti en Svíþjóð og Brúnei sluppu einna best. Ísland er í áttunda neðsta sæti en rúmlega fimm prósent andláta hér eru sögð vera vegna mengunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar létust um 2158 Íslendingar árið 2015 og mætti því ætla að mengun hafi dregið rúmlega 110 þeirra til dauða það árið. Jafnframt kemur fram í greininni, sem nálgast má hér, að loftmengun sé mannskæðasta gerð mengunar og er hún talin bera ábyrgð á tveimur þriðju hlutum mengunartengdu dauðsfallanna. Næst kemur vatnsmengun, 1,8 milljón dauðsföll, og því næst mengun á vinnustöðum, 800 þúsund. „Mengun er stærsta náttúrulega orsök sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla í heiminum í dag,“ segir í útdrætti greinarinnar og bætt við að um þrefalt fleiri hafi dáið árið 2015 vegna mengunar en úr eyðni, berklum og malaríu til samans. Þá dóu fimmtánfalt fleiri af mengunartengdum sjúkdómum en í öllum stríðum þess árs.
Brúnei Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira