Nissan Navara jeppi á næsta ári? Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 10:19 Sést hefur til prófana Nissan á yfirbyggðum Navara bíl. Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent
Nissan Navara pallbíllinn er einstaklega vel heppnaður bíll og vinsæll og því hefur Nissan áhuga á því að selja hann einnig með yfirbyggingu að aftan og þá verður hægt að kalla hann jeppa. Ekki síst telur Nissan þörf á því vegna þess að Nissan Pathfinder er ekki lengur í boði og því vantað Nissan jeppa í þessum stærðarflokki og því einfaldast að byggja yfir Navara. Nissan mun sýna þennan bíl á bílasýningunni í Peking í apríl á næsta ári, en ekki er ljóst fyrir hvaða markaði þessi bíll verður hugsaður. Sumir hafa bent á að hann gæti eingöngu verið ætlaður á markað í Ástralíu, en vonandi víðar. Ekki er heldur ljóst hvort Nissan hugsi hann sem bíl með þriðju sætaröðinni, en ef það verður raunin er líklegt að hann verði einnig ætlaður á Bandaríkjamarkað. Ekki þarf að taka það fram að þessi bíll verður byggður á grind eins og Navara pallbíllinn, svo þarna gæti verið kominn bíll sem hentugur væri fyrir breytingar og stærri dekk. Slíkur bíll væri hentugur á markað hérlendis.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent