Sigurður Ingi með trompin á hendi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. október 2017 06:00 Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í gær. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira