Íslenski boltinn

Kekic kominn með þjálfarastarf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sinisa Kekic í leik með Víkingi R.
Sinisa Kekic í leik með Víkingi R. vísir/anton
Sinisa Valdimar Kekic verður næsti þjálfari 3. deildarliðs Sindra. Þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf. Frá þessu er greint á Fótbolta.net.

Kekic lauk löngum ferli með Sindra en hann lék með liðinu á árunum 2011-13, þegar hann var kominn vel yfir fertugt.

Kekic kom upphaflega hingað til lands 1996 og gekk í raðir Grindavíkur. Hann lék í áratug með Grindvíkingum og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar.

Kekic lék einnig með Þrótti R., Víkingi R., HK og Reyni Sandgerði. Hann lék alls 309 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað 98 mörk.

Sindri féll úr 2. deild á síðasta tímabili og leikur því í 3. deildinni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×