Vill að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 10:15 "Ég lærði í Gautaborg en fór í skiptinám til Vilnius í Litháen, svo var ég heima í fjögur ár, vann í skóla og vaskaði upp á Argentínu með myndlistinni,“ segir Úlfur sem flutti til Strassborgar í vor en er í heimsókn á landinu. Vísir/Eyþór Ég málaði þessar myndir hér heima síðasta vetur áður en ég flutti til Strassborgar í Frakklandi. Þar deili ég nú vinnustofu með öðrum og reyni að lifa af listinni,“ segir Úlfur Karlsson myndlistarmaður sem opnar sýninguna Úlfur við girðinguna á laugardaginn klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar. Það er 22. sýning hans og heitið vísar til staðsetningarinnar, nærri gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning, Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði.Ein myndanna sem Úlfur sýnir í Reykjanesbæ.Myndir Úlfs eru margslungnar og hafa sitthvað að segja, þær stærstu eru 3,20 m á breidd. „Ég er meðal annars að deila á það þegar menn etja öðrum saman eða út í einhverjar hættur en græða sjálfir á tiltækinu. Ég get nefnt umboðsmenn boxara og líka hershöfðingja sem láta aðra slást en standa sjálfir til hliðar. Svo geri ég hljóðverk og mála yfirleitt einn vegg svartan á bak við svo fólk upplifi að það sé í bíói. Ég vil að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim, stígur upp í bílinn eða röltir í burtu.“ Úlfur kveðst hafa teiknað frá því hann man eftir sér. „Ég var líka mikið í kvikmyndagerð þegar ég var yngri. Gerði stuttmynd sem hét Pirovat þegar ég var krakki, hún fór á stuttmyndahátíð í Bandaríkjunum 2003, ég held að það hafi birst viðtal við mig í Fréttablaðinu þá. Á Akureyri byrjaði ég í myndlist en langaði að prófa eitthvað nýtt og dreif mig í skóla til Gautaborgar. Það var gaman. Þar gat ég búið í vinnustofunni og þá gat ég unnið nótt sem dag. Tók gömul málverk sem aðrir höfðu hent í ruslagáma og spreyjaði þau eins og ég vildi. Nú er ég kominn í meiri fínvinnu. Er reyndar enn með hráan stíl en það eru komin meiri smáatriði.“ Sýningin hans Úlfs stendur til 14. janúar og safnið er opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Sýningarstjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson, og Úlfur sjálfur verða með leiðsögn á sunnudaginn 12. nóvember klukkan 16. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég málaði þessar myndir hér heima síðasta vetur áður en ég flutti til Strassborgar í Frakklandi. Þar deili ég nú vinnustofu með öðrum og reyni að lifa af listinni,“ segir Úlfur Karlsson myndlistarmaður sem opnar sýninguna Úlfur við girðinguna á laugardaginn klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar. Það er 22. sýning hans og heitið vísar til staðsetningarinnar, nærri gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning, Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði.Ein myndanna sem Úlfur sýnir í Reykjanesbæ.Myndir Úlfs eru margslungnar og hafa sitthvað að segja, þær stærstu eru 3,20 m á breidd. „Ég er meðal annars að deila á það þegar menn etja öðrum saman eða út í einhverjar hættur en græða sjálfir á tiltækinu. Ég get nefnt umboðsmenn boxara og líka hershöfðingja sem láta aðra slást en standa sjálfir til hliðar. Svo geri ég hljóðverk og mála yfirleitt einn vegg svartan á bak við svo fólk upplifi að það sé í bíói. Ég vil að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim, stígur upp í bílinn eða röltir í burtu.“ Úlfur kveðst hafa teiknað frá því hann man eftir sér. „Ég var líka mikið í kvikmyndagerð þegar ég var yngri. Gerði stuttmynd sem hét Pirovat þegar ég var krakki, hún fór á stuttmyndahátíð í Bandaríkjunum 2003, ég held að það hafi birst viðtal við mig í Fréttablaðinu þá. Á Akureyri byrjaði ég í myndlist en langaði að prófa eitthvað nýtt og dreif mig í skóla til Gautaborgar. Það var gaman. Þar gat ég búið í vinnustofunni og þá gat ég unnið nótt sem dag. Tók gömul málverk sem aðrir höfðu hent í ruslagáma og spreyjaði þau eins og ég vildi. Nú er ég kominn í meiri fínvinnu. Er reyndar enn með hráan stíl en það eru komin meiri smáatriði.“ Sýningin hans Úlfs stendur til 14. janúar og safnið er opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Sýningarstjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson, og Úlfur sjálfur verða með leiðsögn á sunnudaginn 12. nóvember klukkan 16.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira