Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 23-23 | Valskonur komu til baka í seinni og eru enn taplausar Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 23:15 Valur er enn taplaust á toppi deildarinnar eftir að liðið gerði jafntefli við Hauka á Hlíðarenda í kvöld 23 - 23. Leikurinn var þó allt annað en jafn framan af. Haukar höfðu yfirhöndina mest allann leikinn en frábærar lokamínútur Vals buðu upp á spennandi loka mínútur þar sem Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði jöfnunar markið úr vítakasti þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Haukar byrjuðu leikinn betur og var staðan 4-1 þegar 9 mínútur voru liðnar af leiknum þá tók Ágúst Þór leikhlé og sóknarleikur Vals lagaðist. Valur fór að finna svör við þéttri vörn Haukanna og staðan orðin jöfn á 15 mínútu 6 - 6. Valur fór þá aftur að tapa boltanum ítrekað í sókninni sem Hauka stelpur nýttu sér og fóru þær inní hálfleik með fimm marka forystu 14-9. Seinni hálfleikurinn bauð uppá allt annann handbolta Valur fór að sýna góða vörn og fór þá markvarslan að detta inn hjá Linu Rypdal. Guðrún Erla stjórnaði sóknarleik Haukanna allt frá fyrstu mínútu og áttu Hafnfirðingarnir oft erfitt með það þegar heimastúlkur tók þær Guðrúnu og Mariu Ines úr umferð. Smátt og smátt fór Valur að saxa á forskot Haukanna og náðu þær forystunni í fyrsta skiptið í leiknum á 56 mínútu. Loka mínúturnar voru æsi spennandi, bæði lið fengu á sig vafasama dóma og þá helst Valur þegar þær fengu dæmt á sig vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Guðrún Erla Bjarnadóttir fór þá á punktinn og tryggði Haukum stigið, loka tölur í þessum kaflaskipta leik 23 - 23 Af hverju varð jafntefli Það benti lítið til þess að leikurinn yrði jafn en Valur spilaði langt undir getu í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en skyndilega breyttist leikur Vals. Þær fóru að verða agaðar í sókninni og stóðu vörnina vel. Lina Rypdal steig einnig upp og varði vel. Þetta hafði áhrif á leik Haukanna sem höfðu stjórnað leiknum og fóru þær að misnota færin sín sem reyndist þeim dýrt. Jafntefli kannski ekki sanngjörn niðurstaða en frábær liðsheild og karakter skilaði Valkonum stigi sem þær geta verið sáttar með. Hverjar stóðu uppúr Guðrún Erla Bjarnadóttir stjórnaði sóknarleik Hauka algjörlega og var hún atkvæðamest í leiknum með 11 mörk ásamt því að skapa mikið fyrir liðsfélaga sína. Elín Jóna heldur áfram að standa sig vel í markinu og varði 20 bolta fyrir Hauka. Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik í liði Vals en hún var með 6 mörk. Hildur Björnsdóttir átti fínan leik á línunni hjá Val og nældi í mikilvæg vítaköst í seinni hálfleik sem Kristín Arndís nýtti vel. En maður leiksins hjá Val var Lina Rypdal sem steig upp í seinni hálfleik og var með 12 varða bolta sem skilaði þeim stiginu í dag.Hvað gekk illa Það gekk í rauninni allt illa hjá Val í fyrri hálfleik, mikið um tæknifeila í sókninni, vörnin opin og markvarslan lítil sem engin. Haukum gekk illa í sókninni þegar Valur tók þær Guðrúnu Erlu og Mariu Ines úr umferð en þær tvær að skapa lang mest í sókn gestanna. Stórskytta Vals, Diana Satkauskaité, átti ekki góðan leik en hún komst ekki á blað í dag, hún hefur þó verið að glíma við smávæginleg meiðsli. Hvað er næst Framundan eru leikir í Coca cola bikarnum þar mætir Valur Stjörnunni og Haukastúlkur fara í bíltúr í Mosfellsbæinn þar sem þær mæta Aftureldingu. Í deildinni fá Valsstúlkur ÍBV í heimsókn þann 16. nóvember en Haukar eiga ekki leik í deildinni fyrr en 5. des þá taka þær á móti Gróttu. Ágúst: Fimm mínútur lengur og við hefðum unnið leikinn Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með þróun leiksins eftir slakan fyrri hálfleik hjá stelpunum. „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá held ég að við getum bara verið sátt við jafnteflið en við vorum auðvitað hársbreidd frá því að ná tveimur stigum hérna í lokin,“ sagði Ágúst Þór, en Vals liðið var langt frá sínu besta í fyrri hálfleik. „Við náðum okkur ekki á strik í fyrri hálfleik, spennustigið var of hátt og við ætluðum okkur að skora tvö mörk í hverri sókn og vinna helst tvo bolta í hverri vörn en við náðum að stilla okkur betur í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var allt annar við náðum að éta niður þeirra forskot hægt og rólega, ef leikurinn hefði verið fimm mínútum lengur er ég sannfærðum um að við hefðum unnið hann.“ Diana Satkauskaite meiddist á æfingu í vikunni, hún náði sér ekki á strik í leiknum þær mínútur sem hún spilaði en það hefur áhrif á sóknarleik Vals enda gríðalega öflug skytta þar. Ágúst Þór var þó ángæður með aðra leikmenn sem stigu upp og sýndu góðan leik þó sérstaklega í seinni hálfleiknum. Átti Valur skilið að vinna leikinn ? „Nei, ekki miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst Haukarnir spila vel, þær eru erfiðar, mjög öflugar og spila góðan handbolta. Við tökum stiginu bara fagnandi.“ sagði Ágúst Þór, sem vildi ekki tjá sig almennilega um loka dóm leiksins. „Er ekki best að sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fari bara yfir það. Hef enga skoðun á því, við vorum ekki að spila vel og dómararnir gerðu eflaust sín mistök líka. Það er ekkert við þá að sakast.“ Elías: Við áttum þetta víti skilið Ég er ánægður með stigið úr því sem komið var sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum. „Mér fannst við spila þennann leik frábærlega svo lendum við í mótlæti í seinni hálfleik, fáum á okkur brottvísanir sem voru ekki neitt og það kemur Val inní leikinn. Við vorum að spila þennann leik vel, það var mikill kraftur í stelpunum, frábær vörn og frábær markvarsla. Við áttum að vinna þennann leik það er mín skoðun.“ sagði Elías Már, en áttu Haukar ekki að klára þennann leik ? „Jú ég er sammála því, við áttum að klára þetta. En ég er alveg sáttur við leikinn og tek stigið. Við erum að mæta taplausu Valsliði með þunnan hóp, vorum að spila á sunnudaginn en vorum að spila betri leik hérna lengst af, ég er bara stoltur af stelpunum“ „Mér fannst vera mjög furðulegir hlutir í gangi hérna í lok leiks sem ég skil engan veginn og ég er mjög ósáttur við. Það sér það hver einasti heilvita maður sem hefur vit á íþróttinni að þessir dómar hérna undir lokin voru ekki réttir. Þær fá víti á ekki neitt svo er Maria dregin niður í næstu sókn sem átti að vera víti og tvær en ekkert dæmt. Þetta er bara leiðinlegt að sjá og stelpurnar áttu meira skilið, en það þýðir víst lítið að tala um þetta.“ Elías Már var vissulega ósáttur við dómara leiksins og fannst halla ansi mikið á sínar stelpur í seinni hálfleik. Loka mark leiksins kom þó úr vítakasti sem Haukar fengu og má segja að um vafasaman dóm hafi verið að ræða þar. „Það má deila um það, við áttum þetta örugglega bara skilið úr því sem komið var, það var búið að halla það mikið á okkur í seinni hálfleik fannst mér.“ VísriGuðrún Erla Bjarnadóttir átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Vilhelm Olís-deild kvenna
Valur er enn taplaust á toppi deildarinnar eftir að liðið gerði jafntefli við Hauka á Hlíðarenda í kvöld 23 - 23. Leikurinn var þó allt annað en jafn framan af. Haukar höfðu yfirhöndina mest allann leikinn en frábærar lokamínútur Vals buðu upp á spennandi loka mínútur þar sem Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði jöfnunar markið úr vítakasti þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Haukar byrjuðu leikinn betur og var staðan 4-1 þegar 9 mínútur voru liðnar af leiknum þá tók Ágúst Þór leikhlé og sóknarleikur Vals lagaðist. Valur fór að finna svör við þéttri vörn Haukanna og staðan orðin jöfn á 15 mínútu 6 - 6. Valur fór þá aftur að tapa boltanum ítrekað í sókninni sem Hauka stelpur nýttu sér og fóru þær inní hálfleik með fimm marka forystu 14-9. Seinni hálfleikurinn bauð uppá allt annann handbolta Valur fór að sýna góða vörn og fór þá markvarslan að detta inn hjá Linu Rypdal. Guðrún Erla stjórnaði sóknarleik Haukanna allt frá fyrstu mínútu og áttu Hafnfirðingarnir oft erfitt með það þegar heimastúlkur tók þær Guðrúnu og Mariu Ines úr umferð. Smátt og smátt fór Valur að saxa á forskot Haukanna og náðu þær forystunni í fyrsta skiptið í leiknum á 56 mínútu. Loka mínúturnar voru æsi spennandi, bæði lið fengu á sig vafasama dóma og þá helst Valur þegar þær fengu dæmt á sig vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Guðrún Erla Bjarnadóttir fór þá á punktinn og tryggði Haukum stigið, loka tölur í þessum kaflaskipta leik 23 - 23 Af hverju varð jafntefli Það benti lítið til þess að leikurinn yrði jafn en Valur spilaði langt undir getu í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en skyndilega breyttist leikur Vals. Þær fóru að verða agaðar í sókninni og stóðu vörnina vel. Lina Rypdal steig einnig upp og varði vel. Þetta hafði áhrif á leik Haukanna sem höfðu stjórnað leiknum og fóru þær að misnota færin sín sem reyndist þeim dýrt. Jafntefli kannski ekki sanngjörn niðurstaða en frábær liðsheild og karakter skilaði Valkonum stigi sem þær geta verið sáttar með. Hverjar stóðu uppúr Guðrún Erla Bjarnadóttir stjórnaði sóknarleik Hauka algjörlega og var hún atkvæðamest í leiknum með 11 mörk ásamt því að skapa mikið fyrir liðsfélaga sína. Elín Jóna heldur áfram að standa sig vel í markinu og varði 20 bolta fyrir Hauka. Díana Dögg Magnúsdóttir átti góðan leik í liði Vals en hún var með 6 mörk. Hildur Björnsdóttir átti fínan leik á línunni hjá Val og nældi í mikilvæg vítaköst í seinni hálfleik sem Kristín Arndís nýtti vel. En maður leiksins hjá Val var Lina Rypdal sem steig upp í seinni hálfleik og var með 12 varða bolta sem skilaði þeim stiginu í dag.Hvað gekk illa Það gekk í rauninni allt illa hjá Val í fyrri hálfleik, mikið um tæknifeila í sókninni, vörnin opin og markvarslan lítil sem engin. Haukum gekk illa í sókninni þegar Valur tók þær Guðrúnu Erlu og Mariu Ines úr umferð en þær tvær að skapa lang mest í sókn gestanna. Stórskytta Vals, Diana Satkauskaité, átti ekki góðan leik en hún komst ekki á blað í dag, hún hefur þó verið að glíma við smávæginleg meiðsli. Hvað er næst Framundan eru leikir í Coca cola bikarnum þar mætir Valur Stjörnunni og Haukastúlkur fara í bíltúr í Mosfellsbæinn þar sem þær mæta Aftureldingu. Í deildinni fá Valsstúlkur ÍBV í heimsókn þann 16. nóvember en Haukar eiga ekki leik í deildinni fyrr en 5. des þá taka þær á móti Gróttu. Ágúst: Fimm mínútur lengur og við hefðum unnið leikinn Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með þróun leiksins eftir slakan fyrri hálfleik hjá stelpunum. „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá held ég að við getum bara verið sátt við jafnteflið en við vorum auðvitað hársbreidd frá því að ná tveimur stigum hérna í lokin,“ sagði Ágúst Þór, en Vals liðið var langt frá sínu besta í fyrri hálfleik. „Við náðum okkur ekki á strik í fyrri hálfleik, spennustigið var of hátt og við ætluðum okkur að skora tvö mörk í hverri sókn og vinna helst tvo bolta í hverri vörn en við náðum að stilla okkur betur í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var allt annar við náðum að éta niður þeirra forskot hægt og rólega, ef leikurinn hefði verið fimm mínútum lengur er ég sannfærðum um að við hefðum unnið hann.“ Diana Satkauskaite meiddist á æfingu í vikunni, hún náði sér ekki á strik í leiknum þær mínútur sem hún spilaði en það hefur áhrif á sóknarleik Vals enda gríðalega öflug skytta þar. Ágúst Þór var þó ángæður með aðra leikmenn sem stigu upp og sýndu góðan leik þó sérstaklega í seinni hálfleiknum. Átti Valur skilið að vinna leikinn ? „Nei, ekki miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst Haukarnir spila vel, þær eru erfiðar, mjög öflugar og spila góðan handbolta. Við tökum stiginu bara fagnandi.“ sagði Ágúst Þór, sem vildi ekki tjá sig almennilega um loka dóm leiksins. „Er ekki best að sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fari bara yfir það. Hef enga skoðun á því, við vorum ekki að spila vel og dómararnir gerðu eflaust sín mistök líka. Það er ekkert við þá að sakast.“ Elías: Við áttum þetta víti skilið Ég er ánægður með stigið úr því sem komið var sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum. „Mér fannst við spila þennann leik frábærlega svo lendum við í mótlæti í seinni hálfleik, fáum á okkur brottvísanir sem voru ekki neitt og það kemur Val inní leikinn. Við vorum að spila þennann leik vel, það var mikill kraftur í stelpunum, frábær vörn og frábær markvarsla. Við áttum að vinna þennann leik það er mín skoðun.“ sagði Elías Már, en áttu Haukar ekki að klára þennann leik ? „Jú ég er sammála því, við áttum að klára þetta. En ég er alveg sáttur við leikinn og tek stigið. Við erum að mæta taplausu Valsliði með þunnan hóp, vorum að spila á sunnudaginn en vorum að spila betri leik hérna lengst af, ég er bara stoltur af stelpunum“ „Mér fannst vera mjög furðulegir hlutir í gangi hérna í lok leiks sem ég skil engan veginn og ég er mjög ósáttur við. Það sér það hver einasti heilvita maður sem hefur vit á íþróttinni að þessir dómar hérna undir lokin voru ekki réttir. Þær fá víti á ekki neitt svo er Maria dregin niður í næstu sókn sem átti að vera víti og tvær en ekkert dæmt. Þetta er bara leiðinlegt að sjá og stelpurnar áttu meira skilið, en það þýðir víst lítið að tala um þetta.“ Elías Már var vissulega ósáttur við dómara leiksins og fannst halla ansi mikið á sínar stelpur í seinni hálfleik. Loka mark leiksins kom þó úr vítakasti sem Haukar fengu og má segja að um vafasaman dóm hafi verið að ræða þar. „Það má deila um það, við áttum þetta örugglega bara skilið úr því sem komið var, það var búið að halla það mikið á okkur í seinni hálfleik fannst mér.“ VísriGuðrún Erla Bjarnadóttir átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Vilhelm
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti