Snilldin að baki þróun BMW i3 afhjúpuð Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 12:15 BMW i3 rafmagnsbíllinn. Í byrjun árs 2015 heimsótti Joann Muler, blaðakona hjá Forbes, fyrirtækið Munro Associates í Detroit sem sérhæfir sig í verkfræðilegri ráðgjöf til framleiðslufyrirtækja í ýmsum greinum iðnaðar með það að markmiði að flýta þróun þeirra á markaðshæfum vörum til neytenda. Muler heimsótti fyrirtækið þegar sérfræðingar þess höfðu nýlega rifið nýjan BMW i3 í frumeindir, stykki fyrir stykki, til að skilja til fullnustu hugmyndafræði BMW að baki smíði rafmagnsbílsins sem þá var nýkominn á markað Norður-Ameríku. Jafnframt voru allir kostnaðarþættir við smíðina greindir nákvæmlega og upplýsingarnar settar í skýrslu sem seld var öðrum bílaframleiðendum með verkfræðilegri ráðgjöf um það hvað þeir gætu lært á aðferðafræði og háþróuðum tæknilausnum sem BMW hannaði fyrir rafmagnsbílinn i3.Þróaðasti bíll heims„Þetta er án nokkurs efa þróaðasti bíllinn í heiminum í dag,“ sagði Sandy Munro, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í viðtalinu við Muler og vísaði þar til yfirbyggingar bílsins, rafhlöðu hans og fleiri þátta sem skiptu sköpum við þróun hans og enginn annar bílaframleiðandi var að nota þá. Þetta voru á meðal upplýsinga sem aðrir fengu þess kost að kaupa og hagnýta sér við eigin þróun og framleiðslu á umhverfismildari bílum. Yfirbygging i3 er t.d. úr laufléttum og mjög sterkum koltrefjum sem gera bílinn mun léttari en ella hefði verið með notkun stáls eða jafnvel áls á sama tíma og þær veita farþegum bílsins fullkomna vernd í umferðaróhappi vegna styrkleika síns. Munro segir BMW i3 hafa valdið jafn mikilli byltingu og Ford Motel T gerði á sínum tíma.Horft fram á veginnBMW þróaði rafmagnsbílinn i3 sem svar við loftslagsvandanum, sífellt harðnandi kröfum yfirvalda í umhverfismálum og háu eldsneytisverði, segir Muler í grein sinni sem vitnar svo í viðtal sem hún tók nokkrum árum áður við Ludwig Willisch, forstjóra BMW í Norður-Ameríku þegar i3 var enn í þróun. Þar sagði Willisch að versnandi loftgæði í stórborgum og hertum kröfur í umhverfismálum myndu ögra framtíð bílaframleiðenda tækist þeim ekki að aðlaga framleiðsluna að nýjum áskorunum. „Það gæti mjög vel farið svo að yfirvöld stórborga banni akstur bíla með sprengihreyfli innan borgarmarkanna,“ sagði Willisch í viðtalinu á sínum tíma. Nú hefur komið á daginn að það er einmitt það sem síðan hefur hyggjast banna akstur dísilbíla innan fárra ára.Nýjar lausnir með i3BMW i3 er fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn með yfirbyggingu úr koltrefjum til að draga úr þyngd bílsins og auka drægi rafhlöðunnar. Einnig er bíllinn smíðaður úr fjölda umhverfisvænna efna í innréttingu sem skaða ekki umhverfið að líftíma loknum. Hönnun rafhlöðunnar er einnig af öðrum toga en hjá öðrum og svona mætti lengi telja. Þetta eru atriði sem blöstu við rannsóknarteyni Munro Associates og varð kveikjan að því að ákveðið var að „taka bílinn í nefið“ og greina hvert einasta atriði við smíði i3, þar með talið með greiningu á kostnaðarþáttum allt ofan í smæstu skrúfur. „Afraksturinn er fullkomin matreiðslubók um það hvernig eigi að gera hlutina,“ segir Munro Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Í byrjun árs 2015 heimsótti Joann Muler, blaðakona hjá Forbes, fyrirtækið Munro Associates í Detroit sem sérhæfir sig í verkfræðilegri ráðgjöf til framleiðslufyrirtækja í ýmsum greinum iðnaðar með það að markmiði að flýta þróun þeirra á markaðshæfum vörum til neytenda. Muler heimsótti fyrirtækið þegar sérfræðingar þess höfðu nýlega rifið nýjan BMW i3 í frumeindir, stykki fyrir stykki, til að skilja til fullnustu hugmyndafræði BMW að baki smíði rafmagnsbílsins sem þá var nýkominn á markað Norður-Ameríku. Jafnframt voru allir kostnaðarþættir við smíðina greindir nákvæmlega og upplýsingarnar settar í skýrslu sem seld var öðrum bílaframleiðendum með verkfræðilegri ráðgjöf um það hvað þeir gætu lært á aðferðafræði og háþróuðum tæknilausnum sem BMW hannaði fyrir rafmagnsbílinn i3.Þróaðasti bíll heims„Þetta er án nokkurs efa þróaðasti bíllinn í heiminum í dag,“ sagði Sandy Munro, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í viðtalinu við Muler og vísaði þar til yfirbyggingar bílsins, rafhlöðu hans og fleiri þátta sem skiptu sköpum við þróun hans og enginn annar bílaframleiðandi var að nota þá. Þetta voru á meðal upplýsinga sem aðrir fengu þess kost að kaupa og hagnýta sér við eigin þróun og framleiðslu á umhverfismildari bílum. Yfirbygging i3 er t.d. úr laufléttum og mjög sterkum koltrefjum sem gera bílinn mun léttari en ella hefði verið með notkun stáls eða jafnvel áls á sama tíma og þær veita farþegum bílsins fullkomna vernd í umferðaróhappi vegna styrkleika síns. Munro segir BMW i3 hafa valdið jafn mikilli byltingu og Ford Motel T gerði á sínum tíma.Horft fram á veginnBMW þróaði rafmagnsbílinn i3 sem svar við loftslagsvandanum, sífellt harðnandi kröfum yfirvalda í umhverfismálum og háu eldsneytisverði, segir Muler í grein sinni sem vitnar svo í viðtal sem hún tók nokkrum árum áður við Ludwig Willisch, forstjóra BMW í Norður-Ameríku þegar i3 var enn í þróun. Þar sagði Willisch að versnandi loftgæði í stórborgum og hertum kröfur í umhverfismálum myndu ögra framtíð bílaframleiðenda tækist þeim ekki að aðlaga framleiðsluna að nýjum áskorunum. „Það gæti mjög vel farið svo að yfirvöld stórborga banni akstur bíla með sprengihreyfli innan borgarmarkanna,“ sagði Willisch í viðtalinu á sínum tíma. Nú hefur komið á daginn að það er einmitt það sem síðan hefur hyggjast banna akstur dísilbíla innan fárra ára.Nýjar lausnir með i3BMW i3 er fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn með yfirbyggingu úr koltrefjum til að draga úr þyngd bílsins og auka drægi rafhlöðunnar. Einnig er bíllinn smíðaður úr fjölda umhverfisvænna efna í innréttingu sem skaða ekki umhverfið að líftíma loknum. Hönnun rafhlöðunnar er einnig af öðrum toga en hjá öðrum og svona mætti lengi telja. Þetta eru atriði sem blöstu við rannsóknarteyni Munro Associates og varð kveikjan að því að ákveðið var að „taka bílinn í nefið“ og greina hvert einasta atriði við smíði i3, þar með talið með greiningu á kostnaðarþáttum allt ofan í smæstu skrúfur. „Afraksturinn er fullkomin matreiðslubók um það hvernig eigi að gera hlutina,“ segir Munro
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent