ISIS-liðar réðust á sjónvarpsstöð í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 13:15 Hermenn að brjóta sér leið inn í höfuðstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins, dulbúnir sem lögregluþjónar, réðust á höfuðstöðvar Shamshad sjónvarpsstöðvarinnar í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst einn er látinn og rúmlega tuttugu á sjúkrahúsi en árásarmennirnir komu sér fyrir í húsinu og skutu á meðlimi öryggissveita landsins. Starfsmenn stöðvarinnar komust af svæðinu í gegnum aðra byggingu. Búið er að binda enda á árásina og eru útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar hafnar að nýju.Samkvæmt frétt BBC eru árásir á fjölmiðla og blaðamenn tíðar í Afganistan og þeim hafi fjölgað verulega á þessu ári. Árið 2016 dóu þrettán blaðamenn í Afganistan. „Þetta er árás á frjálsa fjölmiðlun en þeir geta ekki þaggaði niður í okkur,“ sagði Abid Ehsas, fréttastjóri Shamshad samkvæmt Guardian.Afghan resilience: This anchor got injured on the Islamic State attack on Shamshad TV, now he is back on his show, discussing the attack. pic.twitter.com/Sb5h0nb5yW — Habib Khan Totakhil (@HabibKhanT) November 7, 2017 Atlantshafsbandalagið hefur nú samþykkt að fjölga hermönnum í Afganistan til að reyna að brjóta á bak aftur það þrátefli sem ríkir nú í landinu á milli stjórnvalda og Talibana. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði blaðamönnum í dag að hermennirnir ættu ekki að taka þátt í bardögum, heldur yrði verkefni þeirra að þjálfa og aðstoða afganska hermenn. Til stendur að fjölga hermönnum NATO í landinu um þrjú þúsund og verða þeir því alls 16 þúsund eftir breytinguna. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins, dulbúnir sem lögregluþjónar, réðust á höfuðstöðvar Shamshad sjónvarpsstöðvarinnar í Kabúl í Afganistan í dag. Minnst einn er látinn og rúmlega tuttugu á sjúkrahúsi en árásarmennirnir komu sér fyrir í húsinu og skutu á meðlimi öryggissveita landsins. Starfsmenn stöðvarinnar komust af svæðinu í gegnum aðra byggingu. Búið er að binda enda á árásina og eru útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar hafnar að nýju.Samkvæmt frétt BBC eru árásir á fjölmiðla og blaðamenn tíðar í Afganistan og þeim hafi fjölgað verulega á þessu ári. Árið 2016 dóu þrettán blaðamenn í Afganistan. „Þetta er árás á frjálsa fjölmiðlun en þeir geta ekki þaggaði niður í okkur,“ sagði Abid Ehsas, fréttastjóri Shamshad samkvæmt Guardian.Afghan resilience: This anchor got injured on the Islamic State attack on Shamshad TV, now he is back on his show, discussing the attack. pic.twitter.com/Sb5h0nb5yW — Habib Khan Totakhil (@HabibKhanT) November 7, 2017 Atlantshafsbandalagið hefur nú samþykkt að fjölga hermönnum í Afganistan til að reyna að brjóta á bak aftur það þrátefli sem ríkir nú í landinu á milli stjórnvalda og Talibana. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði blaðamönnum í dag að hermennirnir ættu ekki að taka þátt í bardögum, heldur yrði verkefni þeirra að þjálfa og aðstoða afganska hermenn. Til stendur að fjölga hermönnum NATO í landinu um þrjú þúsund og verða þeir því alls 16 þúsund eftir breytinguna.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira