Handbolti

Seinni bylgjan: Lið októbermánaðar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu í gærkvöld þá sem skarað höfðu fram úr í nýliðnum mánuði.

Hreiðar Levý Guðmundsson markmaður Gróttu stendur á milli stanganna í úrvalsliði mánaðarins.

Þrír FH-ingar eiga sæti í liðinu, þeir Ágúst Birgisson línumaður og Óðinn Þór Ríkharðsson og Einar Rafn Eiðsson skipa svo hægri vænginn. FH vann alla þrjá leiki sína í október með yfirburðum og liðið hefur enn ekki tapað leik í deildinni.

Leikstjórnandinn Matthías Daðason hjá Fram stjórnar þessu liði, en hann var mjög stöðugur með góðar frammistöður í mánuðinum.

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson er vinstri skytta, en hann er meðal bestu manna í deildinni.

Hákon Daði Styrmisson er í vinstri hornamanni. Langbesti vinstri hornamaðurinn í deildinni að mati spekinga Seinni bylgjunnar.

Liðið þjálfar Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga. Selfoss vann alla sína leiki í október, þar á meðal sterkan útisigur á Haukum.

Úrvalslið Októbermánaðar úr kvennadeildinni er rautt. Haukar eiga tvo fulltrúa, Valsmenn þrjá og Selfoss í sínum dökku vínrauðu búningum einn.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markmaður Hauka, er í markinu. Liðsfélagi hennar Sigrún Jóhannsdóttir er í vinstra horninu.

Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir er í hægra horninu. Félagar hennar úr Valsliðinu skipa skyttustöðurnar tvær, Diana Satkauskaite og Díana Dögg Magnúsdóttir

Perla Ruth Albertsdóttir er á línunni, en hún þykir yfirburða línumaður í deildinni.

Eyjakonan Ester Óskarsdóttir fullkomnar svo sjö manna liðið í leikstjórnandastöðunni.

Þjálfari liðsins er Elías Már Halldórsson þjálfari Hauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×