Handbolti

Seinni bylgjan: Lið og leikmenn 8. umferðar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Áttunda umferð Olís deildar karla var gerð upp í Seinni bylgjunni í gærkvöld.

Eins og alltaf völdu sérfræðingarnir þá leikmenn sem sköruðu fram úr í umferðinni.



Úrvalslið áttundu umferðar skipa Ágúst Elí Björgvinsson markmaður FH, Hákon Daði Styrmisson vinstri hornamaður Hauka, Ásbjörn Friðriksson vinstri skytta FH, Sveinn Jóhannsson línumaður Fjölnis, Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals, Arnar Birkir Hálfdánsson hægri skytta Fram og Theodór Sigurbjörnsson hægri hornamaður ÍBV.



Þjálfari liðsins eru Guðlaugur Arnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfarar Vals fyrir endurkomu liðsins gegn Stjörnunni.

Nocco leikmenn umferðarinnar, 8. umferðar karla og 7. umferðar kvenna, voru þau Arnar Birkir Hálfdánsson og Maria Ines.

Arnar Birkir fékk 10 í sóknareinkunn frá HB Statz í jafntefli Fram gegn Fjölni á sunnudaginn. Hann skoraði 13 mörk í 15 skotum í leiknum.

Maria Ines var líka með sóknareinkunn upp á 10 þegar Haukar lögðu ÍBV á Ásvöllum á sunnudaginn.

G-Form hörkutól umferðarinnar var að þessu sinni Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar. Hann fær verðlaunin fyrir að skora glæsilegt mark með leikmann hangandi á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×