Nýi Salvadorinn í liði KR talaði íslensku: Stórt skref fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 19:45 Pablo Punyed skrifaði í dag undir þriggja ára samning við KR og mun spila í svart-hvítu og undir stjórn Rúnars Kristinssonar í Pepsi deildinni næsta sumar. Arnar Björnsson ræddi við Pablo Punyed í kvöldfréttum Stöð 2 en Punyed er 27 ára gamall og kemur frá El Salvador í Mið-Ameríku. Punyed hefur spilað í íslensku deildinni frá 2012 og talaði íslensku við Arnar Björnsson á blaðamannfundi í Frostaskjóli í dag. „KR er besta liðið á Íslandi og ég er sjálfur að taka stórt skref með því að koma hingað,“ sagði Pablo Punyed. „KR er með tvo góða þjálfara sem hafa mikla reynslu úr fótboltanum sem leikmenn. Það er gott skref að koma til þeirra,“ sagði Pablo. „Það vilja allir vinna KR og mig langar að hafa þessa pressu á mér. Pressuna á að vera á toppnum með KR,“ sagði Pablo en heldur hann að hann geti orðið betri fótboltamaður undir stjórn Rúnars Kristinssonar? „Já að sjálfsögðu. Bjarni (Guðjónsson aðstoðarþjálfari) var líka miðjumaður og ég get lært af honum líka. Rúnar þjálfaði í Noregi og Belgíu og ég vil læra meira og meira af þeim báðum,“ sagði Pablo. Pablo talar góða íslensku og Arnar hrósaði honum fyrir það. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár en það er erfitt að tala íslensku. Ég reyni alltaf að gera mitt besta. Ég segi ekki öllum að ég tala íslensku og er svolítið undir radarnum,“ sagði Pablo léttur að lokum. Það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pablo Punyed kvaddi ÍBV í gær og samdi við KR í dag | Beitir og Pálmi framlengdu Pablo Punyed skrifaði í dag undir þriggja ára samning við KR og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar. 6. nóvember 2017 16:25 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Pablo Punyed skrifaði í dag undir þriggja ára samning við KR og mun spila í svart-hvítu og undir stjórn Rúnars Kristinssonar í Pepsi deildinni næsta sumar. Arnar Björnsson ræddi við Pablo Punyed í kvöldfréttum Stöð 2 en Punyed er 27 ára gamall og kemur frá El Salvador í Mið-Ameríku. Punyed hefur spilað í íslensku deildinni frá 2012 og talaði íslensku við Arnar Björnsson á blaðamannfundi í Frostaskjóli í dag. „KR er besta liðið á Íslandi og ég er sjálfur að taka stórt skref með því að koma hingað,“ sagði Pablo Punyed. „KR er með tvo góða þjálfara sem hafa mikla reynslu úr fótboltanum sem leikmenn. Það er gott skref að koma til þeirra,“ sagði Pablo. „Það vilja allir vinna KR og mig langar að hafa þessa pressu á mér. Pressuna á að vera á toppnum með KR,“ sagði Pablo en heldur hann að hann geti orðið betri fótboltamaður undir stjórn Rúnars Kristinssonar? „Já að sjálfsögðu. Bjarni (Guðjónsson aðstoðarþjálfari) var líka miðjumaður og ég get lært af honum líka. Rúnar þjálfaði í Noregi og Belgíu og ég vil læra meira og meira af þeim báðum,“ sagði Pablo. Pablo talar góða íslensku og Arnar hrósaði honum fyrir það. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár en það er erfitt að tala íslensku. Ég reyni alltaf að gera mitt besta. Ég segi ekki öllum að ég tala íslensku og er svolítið undir radarnum,“ sagði Pablo léttur að lokum. Það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pablo Punyed kvaddi ÍBV í gær og samdi við KR í dag | Beitir og Pálmi framlengdu Pablo Punyed skrifaði í dag undir þriggja ára samning við KR og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar. 6. nóvember 2017 16:25 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Pablo Punyed kvaddi ÍBV í gær og samdi við KR í dag | Beitir og Pálmi framlengdu Pablo Punyed skrifaði í dag undir þriggja ára samning við KR og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar. 6. nóvember 2017 16:25