Íslenski boltinn

Pablo Punyed verður ekki áfram í Eyjum: Ekki auðveld ákvörðun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pablo Punyed.
Pablo Punyed. Vísir/Andri Marinó
Pablo Punyed hefur spilað sinn síðasta leik með ÍBV en hann tilkynnti það á Twitter í kvöld að hann ætli ekki að framlengja samning sinn við Eyjaliðið.

Pablo Punyed hefur spilað með ÍBV undanfarin tvö ár en hann varð bikarmeistari með liðinu síðasta sumar.

Pablo Punyed var með 1 mark og 5 stoðsendingar í 22 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni 2017.  Hann lék með Stjörnunni og varð Íslandsmeistari með félaginu sumarið 2014.

Pablo Punyed kveður Eyjamenn með hjartnæmum pistli á Twitter í kvöld.

„Þvílíkt ævintýri sem þetta hefur verrið. Ég vil þakka öllum tengdum ÍBV, öllum stuðningsmönnunum, öllum íbúunum í Eyjum og öllum liðsfélögunum. Þið hafi tekið frábærlega á móti mér og minni fjölskyldu. Ég mun aldrei gleyma því,“ skrifaði Pablo Punyed eins og sjá má hér fyrir neðan.



„Ég hef ákveðið að framlengja ekki samning við ÍBV og þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ skrifaði Pablo Punyed.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×