Katrín: Allt undir í kvöld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 18:03 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, eftir þingflokksfund í kvöld. Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira