105 þingmenn hætt á þingi á átta árum Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 09:15 Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun. Kosningar 2017 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun.
Kosningar 2017 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira