Hvíta húsið reynir að gera lítið úr meiriháttar loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 11:06 Loftslagsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif loftslagsbreytinga á Bandaríkin. Vísir/AFP Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58