Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Þórdís Valsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:30 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Anton „Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30