Segir gufuna úr rafsígarettum ekki saklausa vatnsgufu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 19:40 Lára Guðrún benti á vökvinn í rafsígarettum er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós. Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að flest bendi til þess að rafsígarettur séu skárri kostur en sígarettur, ef litið er til þeirra virku efna sem eru í þeim. Hún sagði þó ekki hægt að alhæfa um það því langtímarannsóknir séu ekki komnar fram. Lára Guðrún benti á að í reyknum frá rafsígarettum hafi fundist málmar og fleiri skaðleg efni sem á eftir að kortleggja þegar kemur að áhrifum sem þessi efni geta haft á líkamann, og nefndi þar sérstaklega lungnavefinn. Hún sagði að hins vegar væri erfitt að bera saman rafsígarettur við sígarettur. Þegar kemur að sígarettum þá séu mun fleiri rannsóknir á bak við þær og hafa langtímaáhrifin verið könnuð. Langtímaáhrifin eigi hins vegar eftir að koma í ljós þegar kemur að rafsígarettunum.Lára Guðrún SigurðardóttirLára sagði helstu áhyggjurnar varðandi rafsígarettur snúa að ungu fólki sem notar þær en hefði mögulega aldrei annars reykt. Rafsígarettur geti vissulega hjálpað einhverjum að hætta að reykja en hins vegar sýni rannsóknir að átta af hverjum tíu sem nota þær reykja einnig sígarettur og nota þá rafsígaretturnar á þeim stöðum sem ekki má reykja á. Hún sagði gufuna sem rafsígarettur gefa frá sér ekki vera saklausa vatnsgufu eins og sumir hafi haldið fram. Hún segir að í gufunni sé efni sem heitir glýseról. Ef vökvinn er hitaður ákveðið mikið geti myndast eiturefnið formaldehýð sem getur valdið krabbameini í nefholi, eitlakrabbameini og hvítblæði. „Þetta er efni sem við viljum helst ekki hafa mikið í umhverfinu,“ sagði Lára Guðrún. Hún sagði sjö krabbameinsvaldandi efni hafa greinst í þessum vökva. Þar hafi einnig fundist skaðlegir málmar á borð við blý og kvikasilfur. Lára Guðrún sagði að miklar áhyggjur væru af því að einstaklingar undir tvítugu sem nota rafsígarettur leiðist út í reykingar á tóbaki. Aukin hætta sé á því að ánetjast nikótíni ef neysla þess hefst fyrir tvítugt þegar heilinn er enn að þroskast og í mótun. Hún sagði að ungir einstaklingar séu jafnvel að ánetjast vökva úr rafsígarettum sem eigi ekki að innihalda nikótín. Hún benti á að það væri bannað að selja nikótínvökva, þó svo að það sé gert hér á landi gegn reglugerðum. Hún sagði börnin annað hvort vera að ánetjast einhverjum efnum í vökvanum sem að á ekki að innihalda nikótín, að vökvinn sem á ekki að innihalda nikótín innihaldi nikótín í raun og veru eða þá að börnin séu einfaldlega að ánetjast hegðuninni. Hún sagði að það hafa tekið fimmtíu ár að sýna fram á hversu skaðlegar reykingar eru og enn lengri tíma hafi tekið að sýna fram á hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Það gæti því að hennar mati tekið þó nokkurn tíma þar til langtímaáhrif rafsígretta koma ljós.
Tengdar fréttir Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Skólastjóri segir útbreiðslu rafretta mun meiri en útbreiðsla á tóbaki síðustu fimmtán ár Skólastjóri segir skýr merki um aukna rafrettunotkun ungmenna og kallar eftir forvarnarstefnu frá Landlæknisembættinu en embættið bíður aftur á móti eftir lagaramma stjórnvalda. 3. nóvember 2017 19:00