Polestar 1 frá Volvo verður 600 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 13:15 Polestar 1. Sportbíladeild Volvo er orðin sjálfstæð og ber nafnið Polestar. Fyrsti bíllinn sem Polestar mun kynna eftir sjálfstæðið ber hið einfalda nafn Polestar 1 og byggir hann á útliti tilraunabílsins Volvo Concept Coupe sem Volvo sýndi strax á árinu 2013. Þessi bíll verður smíðaður í Kína í glænýrri verksmiðju í Chengdu og verður bíllinn kynntur til sögunnar um mitt ár 2019. Polestar 1 verður 600 hestafla kraftaköggull, með 1.000 Nm tog og því mun öflugri en nokkur Volvo bíll sem í boði er í dag. Hann verður með öflugum rafmagnsmótorum auk brunavélar og því tengiltvinnbíll. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og S90 bíll Volvo. Polestar ætlar svo að kynna annan bíl merkisins nýja seinna árið 2019 og verður þar um að ræða fyrsta hreinræktaða bíl Volvo, eða Polestar í þessu tilfelli. Hann fær nafnið Polestar 2, ekkert verið að flækja það. Milli áranna 2019 og 2021 ætlar Volvo að kynna 5 nýja rafmagnsbíla, annaðhvort með nafninu Polestar eða Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo og Polestar ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 80 milljarða í þróun nýrra bíla Polestar á næstu árum. Volvo er þegar búið að opna fyrir pantanir á hinum nýja Polestar 1 bíl, en engum sögum fer enn af viðtökum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Sportbíladeild Volvo er orðin sjálfstæð og ber nafnið Polestar. Fyrsti bíllinn sem Polestar mun kynna eftir sjálfstæðið ber hið einfalda nafn Polestar 1 og byggir hann á útliti tilraunabílsins Volvo Concept Coupe sem Volvo sýndi strax á árinu 2013. Þessi bíll verður smíðaður í Kína í glænýrri verksmiðju í Chengdu og verður bíllinn kynntur til sögunnar um mitt ár 2019. Polestar 1 verður 600 hestafla kraftaköggull, með 1.000 Nm tog og því mun öflugri en nokkur Volvo bíll sem í boði er í dag. Hann verður með öflugum rafmagnsmótorum auk brunavélar og því tengiltvinnbíll. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og S90 bíll Volvo. Polestar ætlar svo að kynna annan bíl merkisins nýja seinna árið 2019 og verður þar um að ræða fyrsta hreinræktaða bíl Volvo, eða Polestar í þessu tilfelli. Hann fær nafnið Polestar 2, ekkert verið að flækja það. Milli áranna 2019 og 2021 ætlar Volvo að kynna 5 nýja rafmagnsbíla, annaðhvort með nafninu Polestar eða Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo og Polestar ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 80 milljarða í þróun nýrra bíla Polestar á næstu árum. Volvo er þegar búið að opna fyrir pantanir á hinum nýja Polestar 1 bíl, en engum sögum fer enn af viðtökum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent