Metanbílar frá Heklu í 20 ár og aldrei vinsælli eða umhverfisvænni Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 10:15 Skoda Octavia G-Tec. Tuttugu ár eru frá því að Hekla hóf innflutning á metanbílum en það var árið 1997 sem innflutningur hófst á metanknúnum Volkswagen Caddy og Volkswagen Touran. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Hekla býður í dag upp á fjölbreyttt úrval bíla sem ganga bæði fyrir metani og bensíni. Má þar nefna Skoda Octavia, Volkswagen Caddy, Volkswagen Golf, Volkswagen up!, Volkswagen Polo, Audi A3 og Audi A5. 1.246 metanbílar hafa selst síðustu 5 ár og frá ársbyrjun 2016 er búið að nýskrá 648 metanbíla, eða 24% af öllum nýskráðum vistvænum bílum.Ánægðir metanbílaeigendur „Við höfum góða reynslu af sölu metanbíla sem og annarra vistvænna bíla. Þeir bílaeigendur sem prófa metanbílana eru almennt mjög ánægðir og það bætast sífellt fleiri í þann hóp ánægðra viðskiptavina. Hekla er leiðandi í vistvænum farkostum og við munum halda áfram að bjóða upp á fjölmarga og fjölbreytta kosti á sviði vistvænna bíla. Við hlökkum til að bjóða upp á nýja kosti á komandi misserum,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri sölusviðs hjá Heklu. Annars voru þrír af tíu vinsælustu fólksbílunum sem seldir voru á landinu í september frá Heklu en bílar frá Mitsubishi, Skoda og Volkswagen raða sér þar á lista, þessar bíltegundir hafa ekki aðeins slegið í gegn hjá bílaeigendum, heldur eiga sér trygga kaupendur sem kaupa þessar tegundir aftur og aftur þegar kemur að endurnýjun. Mitsubishi Outlander PHEV er þar í fararbroddi en gríðarlega góð sala hefur verið á þessum vinsæla tengiltvinnbíl á 100 ára afmælisári Mitsubishi. Þá komast hinir sívinsælu Skoda Octavia og Volkswagen Golf einnig á topp tíu listann.Hekla stærstir í vistvænum bílum Sem fyrr ber Hekla höfuð og herðar yfir önnur bílaumboð þegar vistvænir bílar eru annars vegar. Vistvænir bílar frá Heklu eru nú orðnir 953 það sem af er ári og er það 15% fjölgun miðað við allt árið í fyrra. Það er því ljóst að þegar árið verður gert upp hafi Íslendingar sýnt það í verki að þeim sé umhugað um náttúruna þegar þeir horfa til vistvænna kosta í bílakaupum. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Tuttugu ár eru frá því að Hekla hóf innflutning á metanbílum en það var árið 1997 sem innflutningur hófst á metanknúnum Volkswagen Caddy og Volkswagen Touran. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Hekla býður í dag upp á fjölbreyttt úrval bíla sem ganga bæði fyrir metani og bensíni. Má þar nefna Skoda Octavia, Volkswagen Caddy, Volkswagen Golf, Volkswagen up!, Volkswagen Polo, Audi A3 og Audi A5. 1.246 metanbílar hafa selst síðustu 5 ár og frá ársbyrjun 2016 er búið að nýskrá 648 metanbíla, eða 24% af öllum nýskráðum vistvænum bílum.Ánægðir metanbílaeigendur „Við höfum góða reynslu af sölu metanbíla sem og annarra vistvænna bíla. Þeir bílaeigendur sem prófa metanbílana eru almennt mjög ánægðir og það bætast sífellt fleiri í þann hóp ánægðra viðskiptavina. Hekla er leiðandi í vistvænum farkostum og við munum halda áfram að bjóða upp á fjölmarga og fjölbreytta kosti á sviði vistvænna bíla. Við hlökkum til að bjóða upp á nýja kosti á komandi misserum,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri sölusviðs hjá Heklu. Annars voru þrír af tíu vinsælustu fólksbílunum sem seldir voru á landinu í september frá Heklu en bílar frá Mitsubishi, Skoda og Volkswagen raða sér þar á lista, þessar bíltegundir hafa ekki aðeins slegið í gegn hjá bílaeigendum, heldur eiga sér trygga kaupendur sem kaupa þessar tegundir aftur og aftur þegar kemur að endurnýjun. Mitsubishi Outlander PHEV er þar í fararbroddi en gríðarlega góð sala hefur verið á þessum vinsæla tengiltvinnbíl á 100 ára afmælisári Mitsubishi. Þá komast hinir sívinsælu Skoda Octavia og Volkswagen Golf einnig á topp tíu listann.Hekla stærstir í vistvænum bílum Sem fyrr ber Hekla höfuð og herðar yfir önnur bílaumboð þegar vistvænir bílar eru annars vegar. Vistvænir bílar frá Heklu eru nú orðnir 953 það sem af er ári og er það 15% fjölgun miðað við allt árið í fyrra. Það er því ljóst að þegar árið verður gert upp hafi Íslendingar sýnt það í verki að þeim sé umhugað um náttúruna þegar þeir horfa til vistvænna kosta í bílakaupum.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent