„Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður“ Benedikt Bóas skrifar 3. nóvember 2017 12:00 Jökull fagnaði platínusölunni ásamt Eið Smára og Sveppa meðal annars. Hljómsveitin Kaleo hefur nú náð árangri sem aðeins örfáir Íslendingar hafa náð áður og það er að ná platínusölu í Bandaríkjunum, á smáskífunni Way Down We Go. Aðeins Björk og Of Monsters and Men hafa afrekað það áður. „Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður. Það er alltaf sérstakt að fá platínuplötu en ég get alveg viðurkennt að það er extra sérstakt í Bandaríkjunum enda erum við búsettir þar og höfum verið mest í Ameríku síðustu þrjú ár eða svo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Það er óhætt að segja að íslenska hljómsveitin Kaleo sé búin að meika það í Ameríku.Sveitin er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Það var aldeilis ástæða fyrir Kaleo að fagna á uppseldum tónleikum sínum í New York 21. október sl. nánar tiltekið í Hammerstein Ballroom. Þá var þeim veitt platínuplatan en það þýðir að milljón eintök hafi verið seld af smáskífunni. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt. Frá Mosó til Ameríku Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hefur samið lög frá unga aldri og er sjálflærður á gítar. Davíð Antonsson er trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældir fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic Records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Way Down We Go en horft hefur verið á það ríflega 80 milljón sinnum á YouTube. Kaleo Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur nú náð árangri sem aðeins örfáir Íslendingar hafa náð áður og það er að ná platínusölu í Bandaríkjunum, á smáskífunni Way Down We Go. Aðeins Björk og Of Monsters and Men hafa afrekað það áður. „Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður. Það er alltaf sérstakt að fá platínuplötu en ég get alveg viðurkennt að það er extra sérstakt í Bandaríkjunum enda erum við búsettir þar og höfum verið mest í Ameríku síðustu þrjú ár eða svo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Það er óhætt að segja að íslenska hljómsveitin Kaleo sé búin að meika það í Ameríku.Sveitin er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Það var aldeilis ástæða fyrir Kaleo að fagna á uppseldum tónleikum sínum í New York 21. október sl. nánar tiltekið í Hammerstein Ballroom. Þá var þeim veitt platínuplatan en það þýðir að milljón eintök hafi verið seld af smáskífunni. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt. Frá Mosó til Ameríku Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hefur samið lög frá unga aldri og er sjálflærður á gítar. Davíð Antonsson er trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældir fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic Records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Way Down We Go en horft hefur verið á það ríflega 80 milljón sinnum á YouTube.
Kaleo Menning Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira