Mettap hjá Tesla og 3 mánaða seinkun Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 11:45 Tesla Model 3. Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Tesla greindi frá afkomu þriðja ársfjórðungs í gær sem markar mesta tap félagsins á einum ársfjórðungi. Tapið nam ríflega 64 milljörðum króna og lækkaði verð hlutabréfa í Tesla um 5% við fréttirnar. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi Tesla greindi einnig frá því að ekki hefði tekist að auka framleiðslumagn á nýjasta bíl fyrirtækisins, Tesla Model 3 og að fullum afköstum yrði ekki náð fyrr en seint á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, eða þremur mánuðum seinna en fyrr var áætlað. Þær fréttir gleðja vart þá 500.000 einstaklinga sem lagt hafa inn pöntun á Model 3 bílnum og hafa greitt inná bíla sína. Musk greindi frá því að Tesla stefndi enn af að ná heildarframleiðslu uppá 500.000 bíla á árinu 2018 sem væri þá sexföldun framleiðslunnar í fyrra. Tesla framleiddi aðeins 260 Model 3 bíla á þriðja ársfjórðungi ársins, en fyrri áætlanir sögðu til um 1.500 bíla framleiðslu. Tesla afgreiddi 26.150 bíla á þriðja ársfjórðungi, sem er aðeins 4,5% vöxtur frá fyrra ári.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent