Náttúran og tungumálið er okkar drifkraftur Magnús Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2017 11:00 Anna-Maria Helsing, hljómsveitarstjóri frá Finnlandi, stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á spennandi Iceland Airwaves tónleikum í kvöld. Sinfóníuhljómsveit Íslands lætur ekki sitt eftir liggja á Iceland Airwaves hátíðinni sem stendur nú sem hæst. Í kvöld verða tónleikar þar sem sveitin flytur fjögur verk eftir jafn margar konur sem eru í framvarðarsveit íslenskra tónskálda og hafa getið sér gott orð bæði hér heima og ekki síður erlendis. Tónskáldin sem um ræðir eru þær María Huld Markan Sigfúsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þuríður Jónsdóttir en hljómsveitarstjóri verður hin finnska Anna-Maria Helsing sem er þegar orðin íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunn. Anna-Maria Helsing hefur vakið mikla athygli í tónlistarheiminum á síðustu árum. Hún hefur stjórnað öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Finnlands sem og sveitum víða um Skandinavíu og í Eystrasaltslöndunum en þess má geta að á árunum 2010 til 2013 var hún aðalhljómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitarinnar í Oulu, þá fyrst kvenna til þess að vera í forsvari finnskrar sinfóníuhljómsveitar. Hún segir þó að hún hafi aldrei velt því fyrir sér hvort það sé eitthvað öðruvísi fyrir konur að starfa í heimi sinfónískrar tónlistar. „Ég hef í raun enga hugmynd um hvort það er eitthvað öðruvísi, eftirlæt öðrum að velta því fyrir sér, vegna þess að ég vil bara einbeita mér að því sem ég geri. Þetta starf er það eina sem ég þekki og auðvitað eru miklu fleiri karlar í þessum geira en það stjórnast af hefðum og fyrri tíð og rétt að taka það fram að það gleður mig mikið að þetta skuli vera að breytast.“ Anna-Maria Helsing hefur starfað nokkuð oft áður á Íslandi, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig stjórnaði hún óperunni Magnus Maria eftir Karólínu Eiríksdóttur víða um Norðurlönd á sínum tíma, en þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem hún vinnur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ástæðan fyrir því að ég kem alltaf aftur hingað er einfaldlega hversu gott er að vinna hérna og hversu góð hljómsveitin er. Ég nýt þess mjög mikið að vinna með þessari hljómsveit og mér finnst eins og við búum að sameiginlegri sýn og skilningi á tónlist. Það er góð tilfinning að vinna við slíkar aðstæður.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Anna-Maria Helsing starfar hér í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina en hún segir að tónverkaskráin fyrir tónleika kvöldsins sé sérstaklega spennandi. „Þessi fjögur verk, eftir þessar fjórar konur, eru öll mjög spennandi. Ég held að þetta verði mjög forvitnilegt fyrir áheyrendur vegna þess að það eru svo ólíkir eiginleikar í þessum verkum sem gera þau alveg einstök. Við erum t.d. með verk þar sem hljómsveitin þarf að flytja bróðurpart verksins í algjöru myrkri. Verkið byrjar í myrkri en því lýkur í ljósi. Hljómsveitin sér mig svona aðeins en það gera áhorfendur hins vegar ekki og hluta af þessari tónsmíð er í raun stýrt af ljósinu og fjarveru þess vegna þess að tónskáldið stýrir í raun hversu mikið ljós kemur á nótnastatíf hljóðfæraleikaranna. Þau spila þegar og ef það kemur ljós á statífið. Þannig að ljósið stýrir þessu að hluta og svo fæ ég að stýra hinum hlutanum svona á móti ljósinu. Þetta verður öðruvísi reynsla fyrir mig, hljómsveitina og áhorfendur. Svo erum við með annað verk þar sem notast er við upptökur til viðbótar við hljómsveitina og það er spennandi vegna þess að það getur verið erfitt að greina hvað kemur frá hljómsveitinni og hvað kemur úr hátölurunum.“ Anna-Maria Helsing segir að eftir að hún fór að vinna hér hafi það komið henni skemmtilega á óvart hvað Íslendingar eiga mikið af góðum, ungum tónskáldum. „Mér þykir mikið til koma um þetta. Hef stundum velt því fyrir mér hvað veldur en ég held að það séu ákveðin líkindi á milli Íslands og Finnlands þar sem sterk nútímatónlist er annars vegar. Munurinn er aðallega fólginn í fámenninu á Íslandi en það gerir það enn eftirtektarverðara hvað þið eigið mikið af góðum tónskáldum. Þó svo Finnland sé miklu fjölmennara þá er það líka lítið land sem á mikið af góðum nútímatónskáldum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ástæðan geti verið fólgin í því hvað við búum við harða náttúru og erum í miklum tengslum við náttúruöflin. Kannski þurfum við tónlist til þess að lifa af þessa dimmu vetrardaga, ég veit það ekki. Kannski er það vegna þess að heimurinn skilur ekki tungumálin okkar og því leitum við á náðir þessa alþjóðlega tungumáls tónlistarinnar. Að náttúran og tungumálið sé okkar drifkraftur í tónlistinni. Ég kann vel við þá skýringu.“ Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands lætur ekki sitt eftir liggja á Iceland Airwaves hátíðinni sem stendur nú sem hæst. Í kvöld verða tónleikar þar sem sveitin flytur fjögur verk eftir jafn margar konur sem eru í framvarðarsveit íslenskra tónskálda og hafa getið sér gott orð bæði hér heima og ekki síður erlendis. Tónskáldin sem um ræðir eru þær María Huld Markan Sigfúsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Anna Þorvaldsdóttir og Þuríður Jónsdóttir en hljómsveitarstjóri verður hin finnska Anna-Maria Helsing sem er þegar orðin íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunn. Anna-Maria Helsing hefur vakið mikla athygli í tónlistarheiminum á síðustu árum. Hún hefur stjórnað öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Finnlands sem og sveitum víða um Skandinavíu og í Eystrasaltslöndunum en þess má geta að á árunum 2010 til 2013 var hún aðalhljómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitarinnar í Oulu, þá fyrst kvenna til þess að vera í forsvari finnskrar sinfóníuhljómsveitar. Hún segir þó að hún hafi aldrei velt því fyrir sér hvort það sé eitthvað öðruvísi fyrir konur að starfa í heimi sinfónískrar tónlistar. „Ég hef í raun enga hugmynd um hvort það er eitthvað öðruvísi, eftirlæt öðrum að velta því fyrir sér, vegna þess að ég vil bara einbeita mér að því sem ég geri. Þetta starf er það eina sem ég þekki og auðvitað eru miklu fleiri karlar í þessum geira en það stjórnast af hefðum og fyrri tíð og rétt að taka það fram að það gleður mig mikið að þetta skuli vera að breytast.“ Anna-Maria Helsing hefur starfað nokkuð oft áður á Íslandi, bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig stjórnaði hún óperunni Magnus Maria eftir Karólínu Eiríksdóttur víða um Norðurlönd á sínum tíma, en þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem hún vinnur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ástæðan fyrir því að ég kem alltaf aftur hingað er einfaldlega hversu gott er að vinna hérna og hversu góð hljómsveitin er. Ég nýt þess mjög mikið að vinna með þessari hljómsveit og mér finnst eins og við búum að sameiginlegri sýn og skilningi á tónlist. Það er góð tilfinning að vinna við slíkar aðstæður.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Anna-Maria Helsing starfar hér í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina en hún segir að tónverkaskráin fyrir tónleika kvöldsins sé sérstaklega spennandi. „Þessi fjögur verk, eftir þessar fjórar konur, eru öll mjög spennandi. Ég held að þetta verði mjög forvitnilegt fyrir áheyrendur vegna þess að það eru svo ólíkir eiginleikar í þessum verkum sem gera þau alveg einstök. Við erum t.d. með verk þar sem hljómsveitin þarf að flytja bróðurpart verksins í algjöru myrkri. Verkið byrjar í myrkri en því lýkur í ljósi. Hljómsveitin sér mig svona aðeins en það gera áhorfendur hins vegar ekki og hluta af þessari tónsmíð er í raun stýrt af ljósinu og fjarveru þess vegna þess að tónskáldið stýrir í raun hversu mikið ljós kemur á nótnastatíf hljóðfæraleikaranna. Þau spila þegar og ef það kemur ljós á statífið. Þannig að ljósið stýrir þessu að hluta og svo fæ ég að stýra hinum hlutanum svona á móti ljósinu. Þetta verður öðruvísi reynsla fyrir mig, hljómsveitina og áhorfendur. Svo erum við með annað verk þar sem notast er við upptökur til viðbótar við hljómsveitina og það er spennandi vegna þess að það getur verið erfitt að greina hvað kemur frá hljómsveitinni og hvað kemur úr hátölurunum.“ Anna-Maria Helsing segir að eftir að hún fór að vinna hér hafi það komið henni skemmtilega á óvart hvað Íslendingar eiga mikið af góðum, ungum tónskáldum. „Mér þykir mikið til koma um þetta. Hef stundum velt því fyrir mér hvað veldur en ég held að það séu ákveðin líkindi á milli Íslands og Finnlands þar sem sterk nútímatónlist er annars vegar. Munurinn er aðallega fólginn í fámenninu á Íslandi en það gerir það enn eftirtektarverðara hvað þið eigið mikið af góðum tónskáldum. Þó svo Finnland sé miklu fjölmennara þá er það líka lítið land sem á mikið af góðum nútímatónskáldum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ástæðan geti verið fólgin í því hvað við búum við harða náttúru og erum í miklum tengslum við náttúruöflin. Kannski þurfum við tónlist til þess að lifa af þessa dimmu vetrardaga, ég veit það ekki. Kannski er það vegna þess að heimurinn skilur ekki tungumálin okkar og því leitum við á náðir þessa alþjóðlega tungumáls tónlistarinnar. Að náttúran og tungumálið sé okkar drifkraftur í tónlistinni. Ég kann vel við þá skýringu.“
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira