James Bond myndi varla þekkja aftur Jökulsárlón Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2017 22:00 Svona leit Jökulsárlón út árið 1984 eins og sést í þessum ramma úr James Bond-kvikmyndinni A View to a Kill. Eon Productions Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31