Flestir bíða eftir kalli Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stendur í ströngu þessa dagana. Hún á næsta leik að mati flestra viðmælenda blaðsins. vísir/ernir Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45