Hlynur: Höfum verið langt niðri Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2017 21:25 Hlynur Bæringsson í baráttunni gegn Val fyrr í vetur. Vísir/Anton „Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Sjá meira
„Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli