„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. nóvember 2017 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. „Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
„Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54