Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. nóvember 2017 18:54 Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Sérfræðingar flugu yfir staðinn í dag til þess að safna gögnum og eftirlit hefur verið aukið til muna. Engin merki eru þó um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. Fundað verður um stöðuna í kvöld. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu með Landhelgisgæslunni austur snemma í morgun til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli. Unnið var að rannsóknum í allan dag og lenti þyrla Landhelgisgæslunar aftur hér á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum. Í dag flugu einnig vísindamenn frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands yfir Öræfajökul og Bárðarbungu og gerðu rannsóknir.Skjálftavirkni hefur verið að aukast í jöklinum að undanförnu og í byrjun október varð skjálfti af stæðrinni 3,5, sem er á stærsti frá því mælingar hófust. Í gær kom í ljós þegar bornar voru saman gervihnattamyndir að ketil hefur myndast í öskjunni, um kílómeter að breydd og allt að tuttugu og fimm metra djúpur og sýna ljósmyndir af svæðinu að breytingar hafa orðið á yfirborði. Veðurstofan fékk tilkynningu um megna brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls í fyrradag og hefur sú ykt verið stöðug á svæðinu.Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Í gærkvöldi lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna hugsanlegs eldgoss og stóð lögreglan á Suðurlandi vakt við Kvíá síðastliðna nótt. Þá breytti Veðurstofan litakóða fyrir eldstöðina vegna flugumferðar í gulan. Ítrekað hefur verið að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos í Öræfajökli. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. „Það er alltaf erfitt að segja hvort að eldgos sé í vændum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé gosórói, gos að hefjast eða eitthvað slíkt,“ segir Björn Oddsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira