Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 12:00 Guðrún Einarsdóttir, myndlistarkona á sýningu sinni Málverkið í Gallerí Grótta. Mynd/Kristín Arnþórsdóttir Eftir að ég lauk námi frá málaradeildinni í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988 þá fór ég og tók eitt viðbótarár í fjöltæknideildinni af því að mér fannst að það vantaði eitthvað og ég hef aldrei séð eftir því,“ segir Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona. Síðastliðin fimmtudag opnaði Guðrún sýningu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni Málverk en þar sýnir hún ný verk sem bera vel höfundareinkenni Guðrúnar, ríka efniskennd og áþreifanlegt yfirborð fullt af smáatriðum. Guðrún segir að þetta fimmta ár í myndlistarnámi innan fjöltæknideildar hafi gefið henni annan fókus en málaradeildin sem hafi þó líka reynst henni vel. „Það var líka innan fjöltæknideildarinnar að áhuginn á efninu sjálfu kviknaði og ég er því þakklát fyrir að hafa látið af þessu verða.“ Guðrún sem hefur alla tíð unnið með málverkið sem sinn miðil bendir á að það sé í raun ekki með hefðbundinni nálgun. „Ég vinn ekki hefðbundið málverk vegna þess að ég nálgast þetta með öðrum hætti. Næstu sex ár eftir útskrift vann ég til að mynda alfarið einlit verk, ýmist svört eða hvít, landslagverk. Með þessu var ég að fókusera á efnið og skoða virkni þess. Með því að nota einvörðungu svart eða hvítt þá verður ljósið jafnframt mjög mikilvægur þáttur í hverju verki fyrir sig. Á þessum tíma fannst mér gaman að vinna með málverkið vegna þess að ég var í senn að skoða það og möguleika þess. Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn til þess að skoða málverkið og möguleika þess til fulls.“ Guðrún segir að eftir þetta sex ára tímabil hafi hún svo hægt og rólega byrjað að taka liti inn í verk sín að nýju. „Þá fór ég að taka inn einn og einn lit en það skipti mig miklu máli að hann hefði skýran og ákveðinn tilgang. Undanfarin ár, held að það hafi verið eftir hrun þegar maður hafði nógan tíma, þá fór ég enn þá lengra og byrjaði að skoða hvert efni fyrir sig. Það er í mér sterk þörf fyrir að rannsaka og greina. Þörf fyrir að skilja það sem ég er að gera. Þá fór ég að gera svokallað efnislandslag. Málverk þar sem ég er að skoða virkni efnisins og möguleika og ég er í raun í þessu ferli núna þar sem blöndurnar skapa yfirborðið þó svo það gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Þetta er hæg unnið í þessu ferli og ég þarf að vera þolinmóð. Bæði er það vinnslan sjálf og þornunin sem taka sinn tíma. Ég vinn þetta í törnum og þegar ég er búin með ferlið þá tekur þornunartíminn við og það tekur upp undir ár – hefur reyndar tekið þrjú ár.“ Guðrún segist sækja sér innblástur í náttúruna og að til þess geri hún talsvert að því að taka ljósmyndir en það er til skoðunar og innblásturs. „Náttúran okkar og víðernin eru auðvitað einstök. Ég fór til að mynda í tvær hálendisgöngur inn á Kárahnjúka áður en svæðinu var sökkt og tók fullt af ljósmyndum og þarna er fjársjóðurinn. Þetta er það besta sem er hægt að komast í, þetta ósnerta land.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eftir að ég lauk námi frá málaradeildinni í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988 þá fór ég og tók eitt viðbótarár í fjöltæknideildinni af því að mér fannst að það vantaði eitthvað og ég hef aldrei séð eftir því,“ segir Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona. Síðastliðin fimmtudag opnaði Guðrún sýningu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni Málverk en þar sýnir hún ný verk sem bera vel höfundareinkenni Guðrúnar, ríka efniskennd og áþreifanlegt yfirborð fullt af smáatriðum. Guðrún segir að þetta fimmta ár í myndlistarnámi innan fjöltæknideildar hafi gefið henni annan fókus en málaradeildin sem hafi þó líka reynst henni vel. „Það var líka innan fjöltæknideildarinnar að áhuginn á efninu sjálfu kviknaði og ég er því þakklát fyrir að hafa látið af þessu verða.“ Guðrún sem hefur alla tíð unnið með málverkið sem sinn miðil bendir á að það sé í raun ekki með hefðbundinni nálgun. „Ég vinn ekki hefðbundið málverk vegna þess að ég nálgast þetta með öðrum hætti. Næstu sex ár eftir útskrift vann ég til að mynda alfarið einlit verk, ýmist svört eða hvít, landslagverk. Með þessu var ég að fókusera á efnið og skoða virkni þess. Með því að nota einvörðungu svart eða hvítt þá verður ljósið jafnframt mjög mikilvægur þáttur í hverju verki fyrir sig. Á þessum tíma fannst mér gaman að vinna með málverkið vegna þess að ég var í senn að skoða það og möguleika þess. Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn til þess að skoða málverkið og möguleika þess til fulls.“ Guðrún segir að eftir þetta sex ára tímabil hafi hún svo hægt og rólega byrjað að taka liti inn í verk sín að nýju. „Þá fór ég að taka inn einn og einn lit en það skipti mig miklu máli að hann hefði skýran og ákveðinn tilgang. Undanfarin ár, held að það hafi verið eftir hrun þegar maður hafði nógan tíma, þá fór ég enn þá lengra og byrjaði að skoða hvert efni fyrir sig. Það er í mér sterk þörf fyrir að rannsaka og greina. Þörf fyrir að skilja það sem ég er að gera. Þá fór ég að gera svokallað efnislandslag. Málverk þar sem ég er að skoða virkni efnisins og möguleika og ég er í raun í þessu ferli núna þar sem blöndurnar skapa yfirborðið þó svo það gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Þetta er hæg unnið í þessu ferli og ég þarf að vera þolinmóð. Bæði er það vinnslan sjálf og þornunin sem taka sinn tíma. Ég vinn þetta í törnum og þegar ég er búin með ferlið þá tekur þornunartíminn við og það tekur upp undir ár – hefur reyndar tekið þrjú ár.“ Guðrún segist sækja sér innblástur í náttúruna og að til þess geri hún talsvert að því að taka ljósmyndir en það er til skoðunar og innblásturs. „Náttúran okkar og víðernin eru auðvitað einstök. Ég fór til að mynda í tvær hálendisgöngur inn á Kárahnjúka áður en svæðinu var sökkt og tók fullt af ljósmyndum og þarna er fjársjóðurinn. Þetta er það besta sem er hægt að komast í, þetta ósnerta land.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira