Hyperloop lest áformuð í Denver Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 10:38 Svona gæti Hyperloop lestin í Denver litið út. Mikil alvara virðist bakvið hugmyndir borgaryfirvalda í Denver í Colorado um smíði einskonar Hyperloop lestar sem tengja á bæði miðbæ Denver við alþjóðaflugvöllinn í nágrenni Denver og tengingu við borgina Boulder í sama ríki. Ferðatími milli þessara staða verður aðeins 10 mínútur og gert er ráð fyrir um 320 km/klst ferðahraða lestarinnar í lokuðu röri. Rörið verður ekki lofttæmt og mun því lestin ekki ná viðlíka hraða og gert er ráð fyrir í lofttæmdum lestum að hugmynd Elon Musk eigandi og forstjóra Tesla, en hann var fyrstur til að kynna þessar svokölluðu Hyperloop lesta. Í lofttæmdu röri má ná allt að 1.000 km hraða. Það er fyrirtækið Arrivo sem er í samstarfi við borgaryfirvöld í Denver um þessa lausn á miklum umferðarvanda sem Denver stendur frammi fyrir. Þar er umferðin orðin svo þung að byltingarkenndra lausna er þörf. Í þessari fyrirhuguðu Hyperloop lest í Denver er gert ráð fyrir að einnig verði hægt að flytja vörur og bíla á þar til gerðum sleðum inní rörinu og ætti það að minnka einnig stórlega alla þá vöruflutninga sem um Denver fer nú á götum borgarinnar. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent
Mikil alvara virðist bakvið hugmyndir borgaryfirvalda í Denver í Colorado um smíði einskonar Hyperloop lestar sem tengja á bæði miðbæ Denver við alþjóðaflugvöllinn í nágrenni Denver og tengingu við borgina Boulder í sama ríki. Ferðatími milli þessara staða verður aðeins 10 mínútur og gert er ráð fyrir um 320 km/klst ferðahraða lestarinnar í lokuðu röri. Rörið verður ekki lofttæmt og mun því lestin ekki ná viðlíka hraða og gert er ráð fyrir í lofttæmdum lestum að hugmynd Elon Musk eigandi og forstjóra Tesla, en hann var fyrstur til að kynna þessar svokölluðu Hyperloop lesta. Í lofttæmdu röri má ná allt að 1.000 km hraða. Það er fyrirtækið Arrivo sem er í samstarfi við borgaryfirvöld í Denver um þessa lausn á miklum umferðarvanda sem Denver stendur frammi fyrir. Þar er umferðin orðin svo þung að byltingarkenndra lausna er þörf. Í þessari fyrirhuguðu Hyperloop lest í Denver er gert ráð fyrir að einnig verði hægt að flytja vörur og bíla á þar til gerðum sleðum inní rörinu og ætti það að minnka einnig stórlega alla þá vöruflutninga sem um Denver fer nú á götum borgarinnar.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent