Viðskipti innlent

Aðalmeðferð fer fram á ný í Stím-málinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu í dag.
Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu í dag. vísir/anton brink
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldi Lúðvíki Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Aðalmeðferð í Stím-málinu, eins og það hefur verið kallað, fer nú fram í annað sinn þar sem Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms sem féll í desember 2015.

Var dómurinn ómerktur vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraði, en fyrrverandi eiginmaður hennar kom við sögu í gögnum málsins.

Í málinu eru þeir Lárus, Jóhannes og Þorvaldur Lúðvík ákærðir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group í nóvember 2007. Þeir voru allir dæmdir í fangelsi í þeim dómi sem ómerktur var af Hæstarétti; Lárus í fimm ára fangelsi, Jóhannes hlaut tveggja ára dóm og Þorvaldur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi.

Allir sakborningarnir voru mættir í dómsal í morgun en aðalmeðferð málsins fer fram í dag, á morgun og heldur svo eitthvað áfram fram í næstu viku.


Tengdar fréttir

Allt upp á nýtt í Stím-málinu

Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×