7 sæta Lexus RX á bílasýningunni í Los Angeles Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 11:30 Lexus RX á íslenskum vegum. Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent
Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent