Eigandi Volvo kaupir flugbílafyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 10:38 Terrafugia flugbíllinn. Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent
Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent