Handbolti

Guðrún Erla kölluð inn í landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Erla í leik gegn Val á dögunum.
Guðrún Erla í leik gegn Val á dögunum. vísir/vilhelm
Guðrún Erla Bjarnadóttir, leikmaður Hauka, hefur verið valin í íslenska kvennalandsliðið í handbolta sem mætir Þýskalandi og Slóvakíu 25.-28. nóvember. Hún tekur sæti Lovísu Thompson sem er meidd.

Guðrún Erla hefur spilað vel fyrir Hauka sem sitja í 2. sæti Olís-deildar kvenna.

Hún hefur skorað 47 mörk í Olís-deildinni, eða 5,9 mörk að meðaltali í leik. Aðeins Maria Ines Da Silva Pereira hefur skorað meira fyrir Hauka, eða 53 mörk.

Guðrún Erla gekk til liðs við Hauka fyrir síðasta tímabil. Hún lék áður með HK og Stjörnunni.

Íslenska liðið æfir í Reykjavík 20.-23. nóvember og leikur svo þrjá vináttulandsleiki. Ísland mætir Þýskalandi 25. nóvember og Slóvakíu 27. og 28. nóvember.


Tengdar fréttir

Tveir nýliðar í hópi Axels

Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag sextán manna hóp sem tekur þátt í æfingum og spilar svo þrjá vináttulandsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×