Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:37 Donald Trump og Kim Jong-un hafa talað í fyrirsögnum um hvorn annan undanfarna mánuði. VÍSIR/GETTY Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“ Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“
Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00