Kórar Íslands Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum. Ég get ekki sagt að þetta hafi aukið áhuga minn á tónlist enda var ég að hlusta á Wham, Boy George og Annie Lennox. En það sem vakti áhuga minn var að vera tekin gild í samfélagi hinna fullorðnu og finna hve vel kórfélagar í Laufáskirkju kunnu að meta það að ég skyldi mæta á æfingar og standa mína plikt við jólahelgihaldið þegar að því kom. Ég hef notið þeirrar gleði á síðustu vikum að fylgja eftir Gospelkór Jóns Vídalíns í keppninni Kórar Íslands og það hefur yljað mér að sjá unga fólkið mitt innan um allt þetta reynsluríka fullorðna fólk sem hefur sungið í kórum árum og áratugum saman sjálfu sér og öðrum til gleði. Eitt af því sem þátttaka í Þjóðkirkjunni gefur er stuðningur við tónlistarlíf þar sem einstaklingar á öllum aldri fá tækifæri til tónlistarmenntunar í gegnum kórsöng. Við í Vídalínskirkju í Garðabæ erum stolt að geta sagt að þar stundi fólki á aldrinum 7 til 87 ára vikulegar söngæfingar. Þar er kynslóðabilið svo sannarlega brúað. Tónlist færir sálarfrið og því er hún ómissandi í mannlífinu og ríkur þáttur í lífi og starfi kristinnar kirkju um allan heim. Guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þangað sem geislar sólar ná ekki geta tónarnir náð.“ Mig langar að þakka Stöð 2 fyrir þennan séríslenska sjónvarpsþátt um kórastarf í landinu. Vel gert! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun
Eitt sinn um þetta leyti árs þegar ég var 14 ára gömul kom í ljós að Marsibil á Grund var orðin eina altröddin í kirkjukórnum í sveitinni. Þetta var ófremdarástand og faðir minn sem var starfandi sóknarprestur linnti ekki látum fyrr en ég var komin á æfingu, langyngst, við hliðina á Marsibil sem söng hátíðartón sr. Bjarna með sinni rámu en styrku rödd upp í eyrað á unglingnum. Ég get ekki sagt að þetta hafi aukið áhuga minn á tónlist enda var ég að hlusta á Wham, Boy George og Annie Lennox. En það sem vakti áhuga minn var að vera tekin gild í samfélagi hinna fullorðnu og finna hve vel kórfélagar í Laufáskirkju kunnu að meta það að ég skyldi mæta á æfingar og standa mína plikt við jólahelgihaldið þegar að því kom. Ég hef notið þeirrar gleði á síðustu vikum að fylgja eftir Gospelkór Jóns Vídalíns í keppninni Kórar Íslands og það hefur yljað mér að sjá unga fólkið mitt innan um allt þetta reynsluríka fullorðna fólk sem hefur sungið í kórum árum og áratugum saman sjálfu sér og öðrum til gleði. Eitt af því sem þátttaka í Þjóðkirkjunni gefur er stuðningur við tónlistarlíf þar sem einstaklingar á öllum aldri fá tækifæri til tónlistarmenntunar í gegnum kórsöng. Við í Vídalínskirkju í Garðabæ erum stolt að geta sagt að þar stundi fólki á aldrinum 7 til 87 ára vikulegar söngæfingar. Þar er kynslóðabilið svo sannarlega brúað. Tónlist færir sálarfrið og því er hún ómissandi í mannlífinu og ríkur þáttur í lífi og starfi kristinnar kirkju um allan heim. Guðfræðingurinn Sören Kierkegaard sagði eitt sinn: „Þangað sem geislar sólar ná ekki geta tónarnir náð.“ Mig langar að þakka Stöð 2 fyrir þennan séríslenska sjónvarpsþátt um kórastarf í landinu. Vel gert! Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun