Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 11:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á skrifstofur Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00