BL fyrst umboða að selja yfir 6.000 bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 09:26 Mini er eitt af nýjum bílamerkjum BL.BL hóf einnig sölu Jaguar bíla á árinu. Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent