Stjörnurnar vörðu titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Sigurreifar Stjörnustelpur. mynd/stefán þór friðriksson Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári. Fimleikar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári.
Fimleikar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira