Erlent

Enn ein fjöldagröf ISIS fundin í Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka.
Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Vísir/AFP
Írakar hafa fundið enn eina fjöldagröfina sem vígamenn Íslamska ríkisins skyldu eftir sig. Að þessu sinni er talið að minnst 400 líkum hafi verið hent ofan í holur nærri bænum Hawija í norðurhluta Írak. Nánar tiltekið nærri herstöð við bæinn og ríkisstjóri svæðisins segir einhverjir hinna látnu hafi verið klæddir í fangabúninga.

Íslamska ríkið hertók stóra hluta landsins í leiftursókn um sumarið 2014. Hermenn köstuðu niður vopnum sínum og fóru jafnvel úr herbúningum sínum og flúðu. Fjölmargir voru þó handsamaðir af vígamönnum ISIS og er talið að þúsundir hermanna hafi verið myrtir. Hermenn, lögregluþjónar og fjölskyldur þeirra voru eltar uppi.

Þá dreifðu hryðjuverkasamtökin myndböndum af fjöldaaftökum um internetið.

Írakski herinn rak ISIS-liða frá Hwija í október og er yfirráðasvæði ISIS í Írak orðið að nánast engu. Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Fæstar grafirnar hafa verið skoðaðar af mikilli nákvæmni vegna, meðal annars, fjárskorts. Þá hefur einnig komið í ljós að ISIS-liðar hafa komið fyrir sprengjum og gildrum í mörgum fjöldagröfum sem gerir erfitt að grafa upp líkamsleifar.

Sjá einnig: Tóku hundruð af lífi og grófu í fjöldagröf við Mosul



AFP fréttaveitan segir að nýjasta fjöldagröfin hafi fundist eftir ábendingar heimamanna. Bóndi af svæðinu þar sem gröfin fannst sagði fréttaveitunni að á meðan að þriggja ára ógnarstjórn ISIS stóð yfir hafi vígamenn ítrekað sést keyra með fanga sína á svæðið þar sem gröfin fannst.

„Þeir skutu þá og köstuðu þeim í holur eða brenndu lík þeirra,“ sagði Saad Abbas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×