Jóhann: Umræðan háværari því Lewis er að leika sér í Ameríku Smári Jökull Jónsson skrifar 10. nóvember 2017 22:05 Jóhann Þór ræðir við sína menn. vísir/andri marinó „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Frammistaðan á köflum var ekkert æðisleg en það eru ljósir punktar og sigurinn góður,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tíu stiga sigur þeirra á KR í Grindavík í kvöld. KR mætti með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en þeir voru án þriggja lykilmanna í leiknum. „Það vantar þrjá menn hjá þeim, þann allra besta og svo Sigga (Sigurð Þorvaldsson) og Pavel (Ermolinskij). Það hefur auðvitað áhrif á þeirra leik og ég myndi segja á okkur líka. Við erum búnir að undirbúa okkur alla vikuna miðað við að þeir séu með og svo vitum við þetta rétt fyrir leik.“ „Við kannski urðum eitthvað værukærir við það en við unnum og vorum hörkugóðir á köflum. Það er jákvætt,“ bætti Jóhann Þór við. Rashad Wack átti stórgóðan leik fyrir Grindvíkinga í kvöld, endaði með 27 stig og raðaði niður þriggja stiga skotum. Einhver umræða hefur verið í gangi undanfarið að Grindvíkingar ættu að skipta honum út fyrir Lewis Clinch sem lék með þeim gulklæddu á síðustu leiktíð. Jóhann var sammála því að Wack væri að komast betur og betur inn í leik Grindvíkinga. „Umræðan er háværari af því að Lewis Clinch er að leika sér í Ameríku. Við erum að púsla saman liði og það tekur tíma. Við erum með fleiri möguleika sóknarlega en í fyrra og hann á held ég bara eftir að verða betri.“ Grindvíkingar höfðu tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deild og bikar og sigurinn í kvöld var því enn mikilvægari í því ljósi. „Sigurinn var mjög mikilvægur. Það var erfitt að tapa á mánudag og það tóku okkur tíma að jafna okkur eftir það. Það var mjög mikilvægt að koma til baka og ná sigri, síðan er auðvitað alltaf gaman að vinna KR,“ sagði Jóhann að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 94-84 | Grindavík lagði Íslandsmeistarana Grindavík vann mikilvægan sigur á KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 94-84 en heimamenn leiddu allan tímann og sigurinn í raun nokkuð öruggur. 10. nóvember 2017 22:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Frammistaðan á köflum var ekkert æðisleg en það eru ljósir punktar og sigurinn góður,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tíu stiga sigur þeirra á KR í Grindavík í kvöld. KR mætti með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en þeir voru án þriggja lykilmanna í leiknum. „Það vantar þrjá menn hjá þeim, þann allra besta og svo Sigga (Sigurð Þorvaldsson) og Pavel (Ermolinskij). Það hefur auðvitað áhrif á þeirra leik og ég myndi segja á okkur líka. Við erum búnir að undirbúa okkur alla vikuna miðað við að þeir séu með og svo vitum við þetta rétt fyrir leik.“ „Við kannski urðum eitthvað værukærir við það en við unnum og vorum hörkugóðir á köflum. Það er jákvætt,“ bætti Jóhann Þór við. Rashad Wack átti stórgóðan leik fyrir Grindvíkinga í kvöld, endaði með 27 stig og raðaði niður þriggja stiga skotum. Einhver umræða hefur verið í gangi undanfarið að Grindvíkingar ættu að skipta honum út fyrir Lewis Clinch sem lék með þeim gulklæddu á síðustu leiktíð. Jóhann var sammála því að Wack væri að komast betur og betur inn í leik Grindvíkinga. „Umræðan er háværari af því að Lewis Clinch er að leika sér í Ameríku. Við erum að púsla saman liði og það tekur tíma. Við erum með fleiri möguleika sóknarlega en í fyrra og hann á held ég bara eftir að verða betri.“ Grindvíkingar höfðu tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deild og bikar og sigurinn í kvöld var því enn mikilvægari í því ljósi. „Sigurinn var mjög mikilvægur. Það var erfitt að tapa á mánudag og það tóku okkur tíma að jafna okkur eftir það. Það var mjög mikilvægt að koma til baka og ná sigri, síðan er auðvitað alltaf gaman að vinna KR,“ sagði Jóhann að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 94-84 | Grindavík lagði Íslandsmeistarana Grindavík vann mikilvægan sigur á KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 94-84 en heimamenn leiddu allan tímann og sigurinn í raun nokkuð öruggur. 10. nóvember 2017 22:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 94-84 | Grindavík lagði Íslandsmeistarana Grindavík vann mikilvægan sigur á KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 94-84 en heimamenn leiddu allan tímann og sigurinn í raun nokkuð öruggur. 10. nóvember 2017 22:30