Við göngum öll kaupum og sölum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 08:00 „Þetta voru miklar andstæður, ólætin í sumum Öldugötuskólakrökkunum og svo ríkti þögnin í Landakotsskóla,“ segir Ólafur Jóhann. Visir/Stefán Það er ekkert kaffi til, ég gleymdi að kaupa það,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur afsakandi og snýst í kringum blaðamann og ljósmyndara í eldhúsi heimilis síns í miðborginni. „Það er svona sumarbústaðastemning hér, þetta er okkar annað heimili. Við fjölskyldan dveljum hér oftast bara um jól og sumur,“ segir Ólafur Jóhann. Heimilið hefur auðvitað allt annað yfirbragð en látlaus sumarbústaður. Þetta er hlýlegt heimili, teikningar eftir barn á vegg í eldhúsinu, litrík listaverk eftir Kristján Davíðsson og önnur fínlegri eftir Hörð Ágústsson í stofunni. Eldhúsið er þannig búið að það er alveg á hreinu að í því eru eldaðar máltíðir af metnaði. Ólafur Jóhann er staddur á Íslandi til að kynna nýja bók sína, Sakramentið. Það gerir hann ekki oft þótt hann hafi gefið út fjölda skáldsagna á Íslandi síðustu áratugi.Sonurinn fluttur til Íslands Ólafur Jóhann hefur síðustu áratugi búið í New York, á Manhattan rétt við Central Park með eiginkonu sinni Önnu Ólafsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Ólaf Jóhann 24 ára, Árna Jóhann 22 ára og Sóleyju 13 ára. Þau tala öll reiprennandi íslensku. „Heimilið er eini staðurinn þar sem þau tala íslensku. Þegar þau reyndu annað þá þóttumst við Anna ekki skilja þau. Ef þú gefur þig í þessu þá er þetta búið. Við erum gallhörð í að leggja rækt við íslenskuna,“ segir Ólafur. Yngri sonur hans er nýfluttur til Íslands og býr í næsta húsi. „Hann fékk atvinnutilboð vestra eftir að námi lauk. Hann afþakkaði þau og flutti til Íslands. Taugin er sterk. Honum líkar vel að vera hér,“ segir Ólafur Jóhann frá á meðan hann sýnir ýmsa muni á heimilinu sem tengjast lífi hans. Á efri hæðinni er vinnustofa og andi föður hans, Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar, alltumlykjandi. Pípurnar hans eru á skrifborðinu. Mynd af Ólafi Jóhanni litlum, líklega um fimm ára gömlum með ansi skringilega klippingu, grípur augað. „Ég klippti mig sjálfur,“ segir hann og hlær. Hann var greinilega ekki endilega til friðs þegar hann var lítill. En svo sannarlega er hann til friðs á fullorðinsárum.„Það eru engar beinagrindur í skápnum hjá Ólafi Jóhanni.“ „Hann er virkilega góður drengur.“ „Hreinn og beinn fjölskyldumaður.“ „Mjög rólegur, æsir sig aldrei. Aldrei nokkurn tímann.“ „Eldklár. Klikkar aldrei, er alltaf til staðar.“ Þetta eru lýsingar samferðamanna, sonar og vina sem blaðamaður heyrði í um skapgerð Ólafs Jóhanns að honum óspurðum. Kynferðisofbeldi kveikjanSögusvið nýrrar skáldsögu Ólafs Jóhanns, Sakramentið, tengist uppvexti hans því hann er alinn upp á Suðurgötu í Reykjavík og gekk í Öldugötuskóla. Hann var vanur að leika sér á túninu skammt frá Landakotsskóla og þótt honum hafi ekki beinlínis staðið stuggur af starfsmönnum skólans segist hann hafa haft á þeim fyrirvara. Kveikjan að skáldsögunni er gróft kynferðislegt ofbeldi sem ungir nemendur skólans voru beittir af presti og skólastjóra Landakotsskóla. Séra A. George og Margréti Müller, þýskri kennslukonu við skólann. „Við sem vorum í Öldugötuskóla vorum sum ódælir villingar. Við fórum þaðan í Melaskóla í ellefu og tólf ára bekk og svo í Hagaskóla. Þegar við fórum yfir í Melaskóla vorum við sett til hliðar. Það var ekkert verið að blanda okkur saman við aðra nemendur því við þóttum ekki eins prúð. Ég sjálfur var mjög fyrirferðarmikill strákur. Mamma þurfti oft að hitta skólastjórann Í Öldugötuskóla vegna mín. Þetta voru miklar andstæður, ólætin í sumum Öldugötuskólakrökkunum og svo ríkti þögnin í Landakotsskóla þar sem var nánast heragi,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir skrýtið að hugsa til þess ofbeldis og illu meðferðar sem nokkur börn í skólanum þurftu að þola á meðan hann lék sér frjáls og glaður. Þegar málið hafi komið upp í fjölmiðlum hafi hann hugleitt hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldis geta verið. Nokkru seinna hafi svo kviknað hugmynd að skáldsögu með tengingu í þetta mál. Líðum ekki ofbeldi „Ég las um málið í fjölmiðlum og fór inn á spjallsíður fólks sem hafði orðið fyrir barðinu á þeim. Ég talaði líka við fólk sem var í skólanum á þessum tíma og við blaðamenn og fleiri sem komu að málinu með ýmsum hætti. Upphaf bókarinnar má rekja til frásagnar þolanda á spjallsíðu. Hugmyndin náði mér algjörlega. Þessi saga. Ég fékk þessa sögupersónu í kollinn, franska nunnu sem hefur tengingu við Ísland og byrjaði að skrifa strax. Hún var komin í hausinn á mér og krafðist útrásar,“ segir Ólafur Jóhann frá. „Leikarar kvarta stundum yfir því að þurfa að búa sig undir hlutverk með því að létta sig um mörg kíló eða setja sig á einhvern hátt í spor persóna sinna. Við rithöfundar göngum stundum með sögupersónur okkar í kollinum í mörg ár.“ Ólafur Jóhann segist hugsa um hversu erfitt þolendur hafa átt með að segja frá ofbeldi. Tímarnir eru að breytast. „Það er eins og flóðgátt hafi opnast. Alls staðar í heiminum. Allur kvikmyndaheimurinn er upp í loft vegna þess við líðum ekki ofbeldi gegn konum og börnum. Við samþykkjum ekki lengur þessa þögn og afleiðingar ofbeldis á okkar nánustu og samfélagið allt. Áður fyrr var öllu haldið niðri. Núna er klippt á samninga við dólga sem hafa komist upp með misgjörðir árum saman í kvikmyndaiðnaði og annars staðar. Þá sprengdi ríkisstjórnina í sumar mál sem varðaði ofbeldi gegn stúlkum. Þetta snertir mig, ofbeldi gegn konum og börnum, allt ofbeldi. Auðvitað er núna allt breytt í Landakotsskóla þar sem Ingibjörg Jóhannsdóttir og kennarar vinna afar gott starf og eiga ekki skilið að fortíðin trufli það.“Lífið í New York Ólafur Jóhann hefur árum saman skrifað á morgnana og haldið svo til vinnu hjá Time Warner. Hann er afkastamikill en síðasta bók hans kom út fyrir tveimur árum. Hann lýsir dæmigerðum degi. „Ég byrja morgnana alltaf á því að skrifa. Ég sest upp á kontór hjá mér heima og skrifa í tvo til þrjá tíma. Ég er búinn rétt fyrir tíuleytið og held þá á skrifstofuna og þar tekur við hefðbundinn vinnudagur. Ég byrja á samtölum við samstarfsfólk mitt og við fólk utan fyrirtækisins eftir þörfum. Þegar ég hef sinnt því mikilvægasta þá hreyfi ég mig aðeins, fer jafnvel í fótbolta, rétt hjá skrifstofunni. Kem þá aftur endurnærður eins og klukkan sé níu að morgni. Seinni hluta dagsins er það vesturströndin sem yfirstjórnin er í samskiptum við. Þá er allt farið í gang þar. Ég er svo kominn heim um sjö leytið ef ég þarf ekki að fara út á kvöldin. Sem ég geri sem minnst af.“ Það að Ólafur Jóhann sæki ekki í að taka þátt í samkvæmislífi fer saman við það sem sonur hans, Árni, sem er fluttur til Íslands hefur sagt blaðamanni. „Hann hefur róandi áhrif. Við erum mikið saman, fjölskyldan. Spilum saman fótbolta og eldum líka saman,“ sagði Árni um föður sinn. Þau séu samhent fjölskylda. „Ég er líklega „introvert“ að eðlisfari þótt ég geti alveg tekið þátt í félagslífi. Fer nokkuð létt með það. Ég hef bara ekki ríka þörf fyrir það. Lífið er ekki bara vinna og mér finnst gott að koma heim til fjölskyldunnar.“ Ólafur Jóhann segir fjölskylduna líklega enn samhentari vegna flutningsins til New York. „Við búum þarna úti og ættingjar okkar hér heima. Ég held að fjölskyldur í þessari stöðu þurfi að vera samhentar, við þurfum að reiða okkur hvert á annað. En það er rétt sem Árni segir, það er aldrei rifist á heimilinu. Ég segi stundum að það sé vegna þess að ég sé svo undirgefinn. Lífið er gott þannig. Við förum í göngur, stundum útivist. Við nýtum vel Central Park, förum út í sveit um helgar. Við eldum mikið saman, förum saman út að borða, í leikhús, á málverkasýningar, íþróttaleiki. Ég hef mjög gaman af eldamennsku og Anna segir að fjölskyldan hafi matarást á mér,“ segir Ólafur Jóhann.„Þetta eru kapítalísk fyrirtæki sem græða mest á því að vita sem mest um sem flesta. Við göngum öll kaupum og sölum. Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar bransa.“ Visir/StefánUmburðarlyndi og samkennd „Ég legg upp úr því sem stjórnandi að stjórna eins og ég myndi sjálfur vilja láta stjórna mér. Ég vil að fólk gangi að því vísu að ég sé eins á mánudegi og þriðjudegi. Það eru ekki mikil skapbrigði í mér. Fólk verður líka að geta treyst á að ég styðji það þegar á reynir. Þá er gott að hafa umburðarlyndi til að bera og skilning fyrir því að fólk geri mistök og sé ekki fullkomið,“ segir Ólafur Jóhann sem brýnir fyrir nýjum stjórnendum að tileinka sér slíkt umburðarlyndi. „Ég vil að starfsfólk okkar viti nákvæmlega við hverju er búist af því og það geti treysti því að það sé ekkert rugl eða lausung í gangi heldur fái það frið til að sinna sinni vinnu. Ég er heldur ekki að horfa yfir öxlina á fólki og er frekar umhugað um að það viti að það geti leitað til mín við lausn vandamála.“ Hann segist leggja mikið upp úr því að koma fram við fólk sem jafningja. „Það er enginn merkilegri en annar þótt hann sé með fínan titil. Það þýðir bara að sú manneskja ber annars konar ábyrgð. Ég trúi því heldur ekki að fólki líði vel eða sinni starfi sínu eins vel og hægt er sé það með svipuna á bakinu. Nærvera stjórnenda skiptir máli, framkoma í stóru sem smáu. Því það þarf að annast allt starfsfólk og koma fram við það sem jafningja. Maður þarf að geta sett sig í spor þess.“Að segja sögur Ferill Ólafs Jóhanns í viðskiptalífi er ævintýri líkastur. Hann lauk BA-prófi í eðlisfræði frá Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum og starfaði eftir það lengi hjá Sony. Þar vann hann til dæmis að markaðssetningu fyrstu PlayStation-tölvunnar. Frá árinu 1999 hefur hann verið aðstoðarforstjóri Time Warner sem er stærsta fjölmiðlunar- og afþreyingarfyrirtæki í heimi.Hvað er það sem heillar svo mjög við þennan heim? „Ég hef gaman af honum og þeirri sköpun sem á sér stað. Ég hef alltaf verið áhugamaður um efni af öllu tagi, bækur, tónlist, bíó, íþróttaefni, fréttir, sjónvarpsþætti af ýmsu tagi. Þótt það séu breytingar og sviptingar í þessum geira þá snúast fjölmiðlar að miklu leyti um að segja sögur. Þörf fólks fyrir sögur hverfur aldrei. Jafnvel fréttir, þótt þær séu frásagnir af raunverulegum atburðum, þá segja þær sögu. Það er hins vegar dreifingin á efninu sem hefur breyst mikið síðustu ár.“Samruninn krefjandi Hans helsta starfssvið er stefnumótun fyrirtækisins á heimsvísu og því er hann leiðandi í fyrirhuguðum samruna fyrirtækisins við fjarskiptarisann AT&T. AT&T keypti Time Warner fyrir 85 milljarða Bandaríkjadala eða um tíu þúsund milljarða íslenskra króna á síðasta ári en samkeppnisyfirvöld ytra taka sinn tíma til að samþykkja samruna af þessu tagi. Samruninn verður, ef hann verður samþykktur, einn sá allra stærsti á heimsvísu undanfarin ár. „Við þurfum að fá betri upplýsingar um viðskiptavini okkar svo að við getum sniðið efni og auglýsingar að þeim.“ Ólafur Jóhann segir einokunarstöðu Facebook og Google og tilkomu snjallsímans mikla áhrifaþætti hvað varðar samrunann. „Tækniþróun í þessum geira hefur alltaf stækkað markaðinn. Þannig er það núna líka. Fleiri manneskjur hafa aðgang að efni. Margt er að breytast núna vegna tilkomu snjallsímans sem fólk er með endalaust á sér og er inngönguleið margra að efni. Þá er það uppgangur Facebook og Google sem hefur breytt mjög miklu á afar skömmum tíma. Þeir eru einokunaraðilar á markaði. Sumar þessara breytinga sem hafa orðið vegna mikils uppgangs þeirra eru ekki allar jákvæðar og eru að koma í ljós núna. Til dæmis í tengslum við síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Í heimi fjölmiðlunar hafa alltaf verið fjögur til fimm stór fyrirtæki á hverju sviði og svo mörg minni sem skiptu markaðinum á milli sín. Nú erum við með Facebook og Google sem eru í algjörri einokunarstöðu á sínum sviðum. Það er engin samkeppni við Google. Sama á við um Facebook. Þeir eru með hreina yfirburðarstöðu,“ segir Ólafur Jóhann.Kapítalískir risar „Þessi fyrirtæki eru þannig sett saman að það er tvennt sem ræður hugsuninni. Að fá sem flesta notendur og svo að vita sem flest um þá. Þessar upplýsingar eru seldar auglýsendum og öðrum. Ég er ekkert að gagnrýna þetta fyrirkomulag per se, þetta er bara þeirra viðskiptamódel. En það er eins og sumir hafi ekki áttað sig á þessu. Auglýsingar þeirra og ímyndarherferðir eru sakleysislegar. – Við gerum ekkert illt af okkur, við erum nú bara fólk sem fann eitthvað upp í bílskúrnum hjá frænku!“ Ólafur Jóhann brosir við. Fólk þekkir þessar auglýsingar en slagorð Google hefur til dæmis lengi verið: Don't be evil. „Þetta eru kapítalísk fyrirtæki sem græða mest á því að vita sem mest um sem flesta. Við göngum öll kaupum og sölum. Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar bransa. Á síðasta ári voru auglýsingatekjur í stafrænum heimi í fyrsta skipti jafn miklar og auglýsingatekjur í sjónvarpi. Netflix og Amazon dreifa beint til áskrifenda. Meðan við dreifum í gegnum kapal- og símafyrirtæki og gervihnetti. Við erum með takmarkaðar upplýsingar um okkar viðskiptavini. Það þarf að breytast sem fyrst til að við getum keppt á þessum markaði. Við verðum að fá meiri upplýsingar til að geta sinnt viðskiptavinum okkar betur, þá erum við betur í stakk búin til að keppa við risana á markaði, Facebook og Google.“Betri tengsl við fólkHefur þú fylgst með þróun mála hér á landi en nú stendur yfir samruni Vodafone, Stöðvar 2 og Vísis? „Já, og það er greinilega svipuð hugsun sem fylgir þeirri ákvörðun. Að ná betur til viðskiptavina. Svo getur fólk deilt um hvort þessi þróun er of langt gengin. Hvort það er búið að safna of miklum upplýsingum um fólk til notkunar. Á meðan reglugerðir styðja þessa þróun þá verða þeir sem keppa á þessum markaði að sníða þjónustuna að henni. Hvort sem það eru auglýsingar eða framboð á efni.“En hvað finnst honum sjálfum persónulega? Er þetta góð þróun? „Þetta hefur gerst mjög hratt og maður verður að aðskilja hvað hentar manni sjálfum og hvað hentar öðrum. Ef ég færi að stýra því hvaða bíómyndir væru gerðar þá myndum við fljótt fara á hausinn. Það er margt mjög jákvætt við þessa þróun. Það er til dæmis mikill uppgangur í gerð sjónvarpsefnis og hann heldur áfram. Það er ekkert langt síðan að leikstjórar og leikarar í kvikmyndum vildu helst ekki koma nálægt framleiðslu sjónvarpsefnis, það er gjörbreytt. Sjónvarpsefni er vandaðra en áður, efni sem er mikið lagt í. Þá einkennir framleiðsluna einnig víðari skírskotun. Þótt tiltekið efni höfði ekki til allra, þá er það ekki endilega það mikilvægasta. Bara að það höfði sterkt til ákveðins hóps. Það skiptir máli að ná betri tengslum við áhorfendur. Það er eftirsóknarvert.“Hver verður þrællinn? „Snjallsímarnir!“ Ólafur Jóhann dæsir. „Nú er síminn alltaf við höndina og menn geta deilt um það hvor sé þræll hvors. Eigandinn eða síminn. Þegar við erum þrælar símans en ekki öfugt fylgir því ákveðin taugaveiklun. En snjallsímarnir eru komnir til að vera og halda áfram að þróast hratt. En það er spurning hvort að við höfum lært nógu vel að nota þá. Hvor verður þrællinn? Síminn eða við? Það er ekki langt síðan því var velt upp í samfélagsumræðunni hvort það væri einhver þörf fyrir atvinnublaðamenn, ég held að fólk þurfi bara að skoða hvað gerðist í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum til að gera upp hug sinn. Í þeim var búið til efni og kannað hverjir gætu verið ginnkeyptir fyrir því. Síðan voru seldar auglýsingar í kringum það. Þetta var gert til að hafa áhrif og til að græða peninga.“Hiti og harka í pólitíkinniTalandi um falsfréttir. Hvernig er að vera í Bandaríkjunum á tímum Trumps? Hefur hann ekki áhrif á starfsemi fyrirtækisins? „Það er rétt að forsetinn hefur kallað CNN „Fake news“. Við verðum bara að halda höfði og reka fyrirtækið eftir sem áður á nákvæmlega sömu forsendum. CNN er hlutlaus fréttamiðill og við höldum þeim dampi. Ég vonaði að Trump myndi stækka upp í hlutverkið eftir að hann var kosinn. Ég er ekki flokkspólitískur en þessi gildi sem maður er vanur að treysta á í Bandaríkjunum, sum þeirra hafa verið látin róa. Þá er einnig miklu meiri harka í pólitík en ég man eftir í Bandaríkjunum og það hefur að sjálfsögðu áhrif á allt samfélagið. Það er hiti og harka sem mótar alla umræðu.“ Hvað sem verður, hvernig sem hlutir þróast í sviptingum í viðskiptum og stjórnmálum eru ritstörfin fastur punktur. „Ég hef mikla ánægju af því að skrifa. Tíminn líður hratt meðan ég sit við skrifborðið, gufar upp. Þetta er ástríða sem ég held að fari aldrei. Ég er í raun í tveimur heimum á margs konar hátt. Íslandi og erlendis. Í viðskiptum og skáldskap. Ég gæti líklega ekki valið á milli. Bítlarnir eða Rolling Stones? Af hverju að velja ef eitt styður annað? Þessi kokteill virðist virka fyrir mig. Það sem maður eyðir miklum tíma í, það verður það sem manni þykir vænt um.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er ekkert kaffi til, ég gleymdi að kaupa það,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur afsakandi og snýst í kringum blaðamann og ljósmyndara í eldhúsi heimilis síns í miðborginni. „Það er svona sumarbústaðastemning hér, þetta er okkar annað heimili. Við fjölskyldan dveljum hér oftast bara um jól og sumur,“ segir Ólafur Jóhann. Heimilið hefur auðvitað allt annað yfirbragð en látlaus sumarbústaður. Þetta er hlýlegt heimili, teikningar eftir barn á vegg í eldhúsinu, litrík listaverk eftir Kristján Davíðsson og önnur fínlegri eftir Hörð Ágústsson í stofunni. Eldhúsið er þannig búið að það er alveg á hreinu að í því eru eldaðar máltíðir af metnaði. Ólafur Jóhann er staddur á Íslandi til að kynna nýja bók sína, Sakramentið. Það gerir hann ekki oft þótt hann hafi gefið út fjölda skáldsagna á Íslandi síðustu áratugi.Sonurinn fluttur til Íslands Ólafur Jóhann hefur síðustu áratugi búið í New York, á Manhattan rétt við Central Park með eiginkonu sinni Önnu Ólafsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Ólaf Jóhann 24 ára, Árna Jóhann 22 ára og Sóleyju 13 ára. Þau tala öll reiprennandi íslensku. „Heimilið er eini staðurinn þar sem þau tala íslensku. Þegar þau reyndu annað þá þóttumst við Anna ekki skilja þau. Ef þú gefur þig í þessu þá er þetta búið. Við erum gallhörð í að leggja rækt við íslenskuna,“ segir Ólafur. Yngri sonur hans er nýfluttur til Íslands og býr í næsta húsi. „Hann fékk atvinnutilboð vestra eftir að námi lauk. Hann afþakkaði þau og flutti til Íslands. Taugin er sterk. Honum líkar vel að vera hér,“ segir Ólafur Jóhann frá á meðan hann sýnir ýmsa muni á heimilinu sem tengjast lífi hans. Á efri hæðinni er vinnustofa og andi föður hans, Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar, alltumlykjandi. Pípurnar hans eru á skrifborðinu. Mynd af Ólafi Jóhanni litlum, líklega um fimm ára gömlum með ansi skringilega klippingu, grípur augað. „Ég klippti mig sjálfur,“ segir hann og hlær. Hann var greinilega ekki endilega til friðs þegar hann var lítill. En svo sannarlega er hann til friðs á fullorðinsárum.„Það eru engar beinagrindur í skápnum hjá Ólafi Jóhanni.“ „Hann er virkilega góður drengur.“ „Hreinn og beinn fjölskyldumaður.“ „Mjög rólegur, æsir sig aldrei. Aldrei nokkurn tímann.“ „Eldklár. Klikkar aldrei, er alltaf til staðar.“ Þetta eru lýsingar samferðamanna, sonar og vina sem blaðamaður heyrði í um skapgerð Ólafs Jóhanns að honum óspurðum. Kynferðisofbeldi kveikjanSögusvið nýrrar skáldsögu Ólafs Jóhanns, Sakramentið, tengist uppvexti hans því hann er alinn upp á Suðurgötu í Reykjavík og gekk í Öldugötuskóla. Hann var vanur að leika sér á túninu skammt frá Landakotsskóla og þótt honum hafi ekki beinlínis staðið stuggur af starfsmönnum skólans segist hann hafa haft á þeim fyrirvara. Kveikjan að skáldsögunni er gróft kynferðislegt ofbeldi sem ungir nemendur skólans voru beittir af presti og skólastjóra Landakotsskóla. Séra A. George og Margréti Müller, þýskri kennslukonu við skólann. „Við sem vorum í Öldugötuskóla vorum sum ódælir villingar. Við fórum þaðan í Melaskóla í ellefu og tólf ára bekk og svo í Hagaskóla. Þegar við fórum yfir í Melaskóla vorum við sett til hliðar. Það var ekkert verið að blanda okkur saman við aðra nemendur því við þóttum ekki eins prúð. Ég sjálfur var mjög fyrirferðarmikill strákur. Mamma þurfti oft að hitta skólastjórann Í Öldugötuskóla vegna mín. Þetta voru miklar andstæður, ólætin í sumum Öldugötuskólakrökkunum og svo ríkti þögnin í Landakotsskóla þar sem var nánast heragi,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir skrýtið að hugsa til þess ofbeldis og illu meðferðar sem nokkur börn í skólanum þurftu að þola á meðan hann lék sér frjáls og glaður. Þegar málið hafi komið upp í fjölmiðlum hafi hann hugleitt hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldis geta verið. Nokkru seinna hafi svo kviknað hugmynd að skáldsögu með tengingu í þetta mál. Líðum ekki ofbeldi „Ég las um málið í fjölmiðlum og fór inn á spjallsíður fólks sem hafði orðið fyrir barðinu á þeim. Ég talaði líka við fólk sem var í skólanum á þessum tíma og við blaðamenn og fleiri sem komu að málinu með ýmsum hætti. Upphaf bókarinnar má rekja til frásagnar þolanda á spjallsíðu. Hugmyndin náði mér algjörlega. Þessi saga. Ég fékk þessa sögupersónu í kollinn, franska nunnu sem hefur tengingu við Ísland og byrjaði að skrifa strax. Hún var komin í hausinn á mér og krafðist útrásar,“ segir Ólafur Jóhann frá. „Leikarar kvarta stundum yfir því að þurfa að búa sig undir hlutverk með því að létta sig um mörg kíló eða setja sig á einhvern hátt í spor persóna sinna. Við rithöfundar göngum stundum með sögupersónur okkar í kollinum í mörg ár.“ Ólafur Jóhann segist hugsa um hversu erfitt þolendur hafa átt með að segja frá ofbeldi. Tímarnir eru að breytast. „Það er eins og flóðgátt hafi opnast. Alls staðar í heiminum. Allur kvikmyndaheimurinn er upp í loft vegna þess við líðum ekki ofbeldi gegn konum og börnum. Við samþykkjum ekki lengur þessa þögn og afleiðingar ofbeldis á okkar nánustu og samfélagið allt. Áður fyrr var öllu haldið niðri. Núna er klippt á samninga við dólga sem hafa komist upp með misgjörðir árum saman í kvikmyndaiðnaði og annars staðar. Þá sprengdi ríkisstjórnina í sumar mál sem varðaði ofbeldi gegn stúlkum. Þetta snertir mig, ofbeldi gegn konum og börnum, allt ofbeldi. Auðvitað er núna allt breytt í Landakotsskóla þar sem Ingibjörg Jóhannsdóttir og kennarar vinna afar gott starf og eiga ekki skilið að fortíðin trufli það.“Lífið í New York Ólafur Jóhann hefur árum saman skrifað á morgnana og haldið svo til vinnu hjá Time Warner. Hann er afkastamikill en síðasta bók hans kom út fyrir tveimur árum. Hann lýsir dæmigerðum degi. „Ég byrja morgnana alltaf á því að skrifa. Ég sest upp á kontór hjá mér heima og skrifa í tvo til þrjá tíma. Ég er búinn rétt fyrir tíuleytið og held þá á skrifstofuna og þar tekur við hefðbundinn vinnudagur. Ég byrja á samtölum við samstarfsfólk mitt og við fólk utan fyrirtækisins eftir þörfum. Þegar ég hef sinnt því mikilvægasta þá hreyfi ég mig aðeins, fer jafnvel í fótbolta, rétt hjá skrifstofunni. Kem þá aftur endurnærður eins og klukkan sé níu að morgni. Seinni hluta dagsins er það vesturströndin sem yfirstjórnin er í samskiptum við. Þá er allt farið í gang þar. Ég er svo kominn heim um sjö leytið ef ég þarf ekki að fara út á kvöldin. Sem ég geri sem minnst af.“ Það að Ólafur Jóhann sæki ekki í að taka þátt í samkvæmislífi fer saman við það sem sonur hans, Árni, sem er fluttur til Íslands hefur sagt blaðamanni. „Hann hefur róandi áhrif. Við erum mikið saman, fjölskyldan. Spilum saman fótbolta og eldum líka saman,“ sagði Árni um föður sinn. Þau séu samhent fjölskylda. „Ég er líklega „introvert“ að eðlisfari þótt ég geti alveg tekið þátt í félagslífi. Fer nokkuð létt með það. Ég hef bara ekki ríka þörf fyrir það. Lífið er ekki bara vinna og mér finnst gott að koma heim til fjölskyldunnar.“ Ólafur Jóhann segir fjölskylduna líklega enn samhentari vegna flutningsins til New York. „Við búum þarna úti og ættingjar okkar hér heima. Ég held að fjölskyldur í þessari stöðu þurfi að vera samhentar, við þurfum að reiða okkur hvert á annað. En það er rétt sem Árni segir, það er aldrei rifist á heimilinu. Ég segi stundum að það sé vegna þess að ég sé svo undirgefinn. Lífið er gott þannig. Við förum í göngur, stundum útivist. Við nýtum vel Central Park, förum út í sveit um helgar. Við eldum mikið saman, förum saman út að borða, í leikhús, á málverkasýningar, íþróttaleiki. Ég hef mjög gaman af eldamennsku og Anna segir að fjölskyldan hafi matarást á mér,“ segir Ólafur Jóhann.„Þetta eru kapítalísk fyrirtæki sem græða mest á því að vita sem mest um sem flesta. Við göngum öll kaupum og sölum. Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar bransa.“ Visir/StefánUmburðarlyndi og samkennd „Ég legg upp úr því sem stjórnandi að stjórna eins og ég myndi sjálfur vilja láta stjórna mér. Ég vil að fólk gangi að því vísu að ég sé eins á mánudegi og þriðjudegi. Það eru ekki mikil skapbrigði í mér. Fólk verður líka að geta treyst á að ég styðji það þegar á reynir. Þá er gott að hafa umburðarlyndi til að bera og skilning fyrir því að fólk geri mistök og sé ekki fullkomið,“ segir Ólafur Jóhann sem brýnir fyrir nýjum stjórnendum að tileinka sér slíkt umburðarlyndi. „Ég vil að starfsfólk okkar viti nákvæmlega við hverju er búist af því og það geti treysti því að það sé ekkert rugl eða lausung í gangi heldur fái það frið til að sinna sinni vinnu. Ég er heldur ekki að horfa yfir öxlina á fólki og er frekar umhugað um að það viti að það geti leitað til mín við lausn vandamála.“ Hann segist leggja mikið upp úr því að koma fram við fólk sem jafningja. „Það er enginn merkilegri en annar þótt hann sé með fínan titil. Það þýðir bara að sú manneskja ber annars konar ábyrgð. Ég trúi því heldur ekki að fólki líði vel eða sinni starfi sínu eins vel og hægt er sé það með svipuna á bakinu. Nærvera stjórnenda skiptir máli, framkoma í stóru sem smáu. Því það þarf að annast allt starfsfólk og koma fram við það sem jafningja. Maður þarf að geta sett sig í spor þess.“Að segja sögur Ferill Ólafs Jóhanns í viðskiptalífi er ævintýri líkastur. Hann lauk BA-prófi í eðlisfræði frá Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum og starfaði eftir það lengi hjá Sony. Þar vann hann til dæmis að markaðssetningu fyrstu PlayStation-tölvunnar. Frá árinu 1999 hefur hann verið aðstoðarforstjóri Time Warner sem er stærsta fjölmiðlunar- og afþreyingarfyrirtæki í heimi.Hvað er það sem heillar svo mjög við þennan heim? „Ég hef gaman af honum og þeirri sköpun sem á sér stað. Ég hef alltaf verið áhugamaður um efni af öllu tagi, bækur, tónlist, bíó, íþróttaefni, fréttir, sjónvarpsþætti af ýmsu tagi. Þótt það séu breytingar og sviptingar í þessum geira þá snúast fjölmiðlar að miklu leyti um að segja sögur. Þörf fólks fyrir sögur hverfur aldrei. Jafnvel fréttir, þótt þær séu frásagnir af raunverulegum atburðum, þá segja þær sögu. Það er hins vegar dreifingin á efninu sem hefur breyst mikið síðustu ár.“Samruninn krefjandi Hans helsta starfssvið er stefnumótun fyrirtækisins á heimsvísu og því er hann leiðandi í fyrirhuguðum samruna fyrirtækisins við fjarskiptarisann AT&T. AT&T keypti Time Warner fyrir 85 milljarða Bandaríkjadala eða um tíu þúsund milljarða íslenskra króna á síðasta ári en samkeppnisyfirvöld ytra taka sinn tíma til að samþykkja samruna af þessu tagi. Samruninn verður, ef hann verður samþykktur, einn sá allra stærsti á heimsvísu undanfarin ár. „Við þurfum að fá betri upplýsingar um viðskiptavini okkar svo að við getum sniðið efni og auglýsingar að þeim.“ Ólafur Jóhann segir einokunarstöðu Facebook og Google og tilkomu snjallsímans mikla áhrifaþætti hvað varðar samrunann. „Tækniþróun í þessum geira hefur alltaf stækkað markaðinn. Þannig er það núna líka. Fleiri manneskjur hafa aðgang að efni. Margt er að breytast núna vegna tilkomu snjallsímans sem fólk er með endalaust á sér og er inngönguleið margra að efni. Þá er það uppgangur Facebook og Google sem hefur breytt mjög miklu á afar skömmum tíma. Þeir eru einokunaraðilar á markaði. Sumar þessara breytinga sem hafa orðið vegna mikils uppgangs þeirra eru ekki allar jákvæðar og eru að koma í ljós núna. Til dæmis í tengslum við síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Í heimi fjölmiðlunar hafa alltaf verið fjögur til fimm stór fyrirtæki á hverju sviði og svo mörg minni sem skiptu markaðinum á milli sín. Nú erum við með Facebook og Google sem eru í algjörri einokunarstöðu á sínum sviðum. Það er engin samkeppni við Google. Sama á við um Facebook. Þeir eru með hreina yfirburðarstöðu,“ segir Ólafur Jóhann.Kapítalískir risar „Þessi fyrirtæki eru þannig sett saman að það er tvennt sem ræður hugsuninni. Að fá sem flesta notendur og svo að vita sem flest um þá. Þessar upplýsingar eru seldar auglýsendum og öðrum. Ég er ekkert að gagnrýna þetta fyrirkomulag per se, þetta er bara þeirra viðskiptamódel. En það er eins og sumir hafi ekki áttað sig á þessu. Auglýsingar þeirra og ímyndarherferðir eru sakleysislegar. – Við gerum ekkert illt af okkur, við erum nú bara fólk sem fann eitthvað upp í bílskúrnum hjá frænku!“ Ólafur Jóhann brosir við. Fólk þekkir þessar auglýsingar en slagorð Google hefur til dæmis lengi verið: Don't be evil. „Þetta eru kapítalísk fyrirtæki sem græða mest á því að vita sem mest um sem flesta. Við göngum öll kaupum og sölum. Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar bransa. Á síðasta ári voru auglýsingatekjur í stafrænum heimi í fyrsta skipti jafn miklar og auglýsingatekjur í sjónvarpi. Netflix og Amazon dreifa beint til áskrifenda. Meðan við dreifum í gegnum kapal- og símafyrirtæki og gervihnetti. Við erum með takmarkaðar upplýsingar um okkar viðskiptavini. Það þarf að breytast sem fyrst til að við getum keppt á þessum markaði. Við verðum að fá meiri upplýsingar til að geta sinnt viðskiptavinum okkar betur, þá erum við betur í stakk búin til að keppa við risana á markaði, Facebook og Google.“Betri tengsl við fólkHefur þú fylgst með þróun mála hér á landi en nú stendur yfir samruni Vodafone, Stöðvar 2 og Vísis? „Já, og það er greinilega svipuð hugsun sem fylgir þeirri ákvörðun. Að ná betur til viðskiptavina. Svo getur fólk deilt um hvort þessi þróun er of langt gengin. Hvort það er búið að safna of miklum upplýsingum um fólk til notkunar. Á meðan reglugerðir styðja þessa þróun þá verða þeir sem keppa á þessum markaði að sníða þjónustuna að henni. Hvort sem það eru auglýsingar eða framboð á efni.“En hvað finnst honum sjálfum persónulega? Er þetta góð þróun? „Þetta hefur gerst mjög hratt og maður verður að aðskilja hvað hentar manni sjálfum og hvað hentar öðrum. Ef ég færi að stýra því hvaða bíómyndir væru gerðar þá myndum við fljótt fara á hausinn. Það er margt mjög jákvætt við þessa þróun. Það er til dæmis mikill uppgangur í gerð sjónvarpsefnis og hann heldur áfram. Það er ekkert langt síðan að leikstjórar og leikarar í kvikmyndum vildu helst ekki koma nálægt framleiðslu sjónvarpsefnis, það er gjörbreytt. Sjónvarpsefni er vandaðra en áður, efni sem er mikið lagt í. Þá einkennir framleiðsluna einnig víðari skírskotun. Þótt tiltekið efni höfði ekki til allra, þá er það ekki endilega það mikilvægasta. Bara að það höfði sterkt til ákveðins hóps. Það skiptir máli að ná betri tengslum við áhorfendur. Það er eftirsóknarvert.“Hver verður þrællinn? „Snjallsímarnir!“ Ólafur Jóhann dæsir. „Nú er síminn alltaf við höndina og menn geta deilt um það hvor sé þræll hvors. Eigandinn eða síminn. Þegar við erum þrælar símans en ekki öfugt fylgir því ákveðin taugaveiklun. En snjallsímarnir eru komnir til að vera og halda áfram að þróast hratt. En það er spurning hvort að við höfum lært nógu vel að nota þá. Hvor verður þrællinn? Síminn eða við? Það er ekki langt síðan því var velt upp í samfélagsumræðunni hvort það væri einhver þörf fyrir atvinnublaðamenn, ég held að fólk þurfi bara að skoða hvað gerðist í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum til að gera upp hug sinn. Í þeim var búið til efni og kannað hverjir gætu verið ginnkeyptir fyrir því. Síðan voru seldar auglýsingar í kringum það. Þetta var gert til að hafa áhrif og til að græða peninga.“Hiti og harka í pólitíkinniTalandi um falsfréttir. Hvernig er að vera í Bandaríkjunum á tímum Trumps? Hefur hann ekki áhrif á starfsemi fyrirtækisins? „Það er rétt að forsetinn hefur kallað CNN „Fake news“. Við verðum bara að halda höfði og reka fyrirtækið eftir sem áður á nákvæmlega sömu forsendum. CNN er hlutlaus fréttamiðill og við höldum þeim dampi. Ég vonaði að Trump myndi stækka upp í hlutverkið eftir að hann var kosinn. Ég er ekki flokkspólitískur en þessi gildi sem maður er vanur að treysta á í Bandaríkjunum, sum þeirra hafa verið látin róa. Þá er einnig miklu meiri harka í pólitík en ég man eftir í Bandaríkjunum og það hefur að sjálfsögðu áhrif á allt samfélagið. Það er hiti og harka sem mótar alla umræðu.“ Hvað sem verður, hvernig sem hlutir þróast í sviptingum í viðskiptum og stjórnmálum eru ritstörfin fastur punktur. „Ég hef mikla ánægju af því að skrifa. Tíminn líður hratt meðan ég sit við skrifborðið, gufar upp. Þetta er ástríða sem ég held að fari aldrei. Ég er í raun í tveimur heimum á margs konar hátt. Íslandi og erlendis. Í viðskiptum og skáldskap. Ég gæti líklega ekki valið á milli. Bítlarnir eða Rolling Stones? Af hverju að velja ef eitt styður annað? Þessi kokteill virðist virka fyrir mig. Það sem maður eyðir miklum tíma í, það verður það sem manni þykir vænt um.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira