Ástin og hjónabandið sem átti aldrei að verða Magnús Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2017 11:00 Diana Cavallioti segir Ana, Mon Amour sé í senn ástarsaga en líka saga veikinda og valda í samböndum. Visir/Eyþór „Alveg síðan ég man eftir mér kom aldrei annað til greina en að verða leikkona. Ekki kvikmyndaleikkona heldur sviðsleikkona og ég vinn aðallega í leikhúsi. Kvikmyndirnar eru meira eins og létt hliðarspor frá því,“ segir Diana Cavallioti, aðalleikkona rúmensku kvikmyndarinnar Ana, Mon Amour í leikstjórn Cãlin Peter Netzer. Ana, Mon Amour hefur hlotið afar góðar viðtökur, hlaut m.a. Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín, og er hingað komin í tilefni af Rúmenskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís sem hófust í gærkvöldi og standa fram til sunnudags.Erfið vinna Ana, Mon Amour segir ástarsögu þeirra Önu og Toma en hér er engin venjuleg ástarsaga á ferðinni. Ana glímir við alvarlega kvíðaröskun með tilheyrandi kvíðaköstum og margháttuðum vandamálum og hér er í senn tekist á við þessi veikindi sem og fylgifiska þeirra í sambandi unga parsins. Diana Cavallioti segir að velgengni Ana, Mon Amour hafi að mörgu leyti komið henni á óvart. „Þetta er mynd sem ég hafði samt mikla trú á vegna þess að hún dregur þig strax svo djúpt inn í söguna með þeim afleiðingum að þú annaðhvort elskar hana eða hatar. Það er ekkert þar á milli. Það er ekki hægt að labba út af þessari mynd og gleyma henni vegna þess að hún dvelur með þér og krefur þig um að taka afstöðu í ákveðnum málum. Hún snertir þig persónulega og það er hennar styrkur.“ Diana Cavallioti segir að það hafi líka tekið gríðarlega á að gera myndina. „Við æfðum í þrjá mánuði, sjö daga í viku í tíu tíma á dag og svo fórum við í þerapíu til þess að skilja betur um hvað það snýst og svo þurfti ég líka að stúdera sérstaklega kvíðaköstin og taugaveiklunina og þau veikindi sem mín persóna er að glíma við. Og ég neita því ekki að þetta var erfitt ferli.“Úr myndinni Ana, Mon Amour sem er sýnd á Rúmönskum kvikmyndadögum.Ást og þörf Þrátt fyrir þennan þunga undirtón myndarinnar er Ana, Mon Amour ástarsaga og Diana Cavallioti segir að það sé mikilvægt að missa ekki sjónar á því. „Þetta byrjar eins og hver önnur ástarsaga en þegar tvær manneskjur taka saman þá kemur alltaf að því að þau koma með öll sín vandamál inn í sambandið. Það er svo algjört happdrætti hvort viðkomandi tekst að láta þetta passa – að vandamálin verði bærileg og gagnkvæmur skilningur ríki í sambandinu. Ef ekki þá fer allt að liðast í sundur og það er það sem gerist í þessari sögu. Þessi saga er kannski öfgakennt dæmi vegna veikinda Önu og allra pillanna sem hún er að taka en það breytir því ekki að fólk þekkir sig í þessu. Þetta er nefnilega um samskiptin og samskiptaleysið og að ganga í hjónaband sem átti aldrei að verða og þetta er mörgum kunnuglegt. Málið með veikindi á borð við þessi er að þau eru oft svo erfið fyrir aðstandendur. Önu tekst að takast á við sín veikindi með því að leita sér meðferðar en þá einmitt situr Toma eftir. Situr eftir án tilgangs vegna þess að veikindi hennar gefa honum mikilvægi og þannig er þetta líka ákveðin valdabarátta. Þessi þörf fyrir að einhver þurfi á manni að halda getur verið svo sterk.“Þetta er mynd sem ég hafði samt mikla trú á vegna þess að hún dregur þig strax svo djúpt inn í söguna með þeim afleiðingum að þú annaðhvort elskar hana eða hatar, segir Diana.Visir/EyþórÁrans raunveruleiki Rúmensk kvikmyndgerð er hægt vaxandi enda fjármögnunin erfið. Diana Cavallioti segir að í Rúmeníu sé þetta jafnvel enn erfiðara en hjá flestum öðrum þjóðum í Evrópu. „Jafnvel þótt mynd gangi vel utan Rúmeníu þá virðist öllum heima vera sama. Það er sérstaklega erfitt fyrir unga kvikmyndagerðarmenn að komast á kortið því það er ekkert fé að hafa nema fyrir þá sem eru með mikla reynslu. Það sem er sorglegast við þetta er að Rúmenar mæta illa á rúmenskar myndir. Þeir mæta kannski ef mynd fær Gullbjörninn en Silfurbjörninn er ekki nóg,“ segir Diana og getur ekki annað en brosað. „En fólk fer í bíó og það fer líka í leikhús sem er frábært. En fólk vill ekki sjá myndir um litlu eldhúsvandamálin sem bíða þegar heim er komið. Fólk vill sjá stærri myndir, drauma og ævintýri, eitthvað sem sópar þeim burt frá gráma hversdagsins. Vandinn er að það er dýrara að gera slíkar myndir og vonlaust að fá fjármagnið til þess að láta af þeim verða. Árans raunveruleiki alltaf að skemma allt,“ segir Diana og skellihlær.Grasið grænna Rúmenía býr að langri og glæstri sögu í menningu og listum en auk þess býr þjóðin yfir ákveðinni sérstöðu með tungumáli sínu þar sem það er einvörðungu talað í Rúmeníu. Diana Cavallioti segir að því miður virðist Rúmenar ekki hafa mikinn áhuga á því að varðveita menningu sína og tungumál. „Nei, í rauninni ekki. Rúmenar vilja ekki halda í neitt. Við erum galopið samfélag sem virðist þrá það eitt að allt og allir komi og leggi okkur undir sig. Rúmenar eru þjóð á stöðugum flótta undan sínum eigin persónuleika vegna þess að þeim líkar ekki við hann. Við vorum svo lengi lokuð af frá heiminum undir oki kúgunar og það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir foreldra okkar, ömmur og afa og þannig mætti lengi telja. Svo lengi að ég held að það sé í raun komið inn í okkar DNA að vilja flýja – að vilja komast í burtu frá Rúmeníu. Allir vilja komast til Evrópu en þá erum við svo hrædd við þennan austur-evrópska stimpil sem við berum utan á okkur eins og brennimerki. Þannig að ef það var einhvern tíma þjóðarstolt í Rúmenum yfir menningu sinni, listum og tungumáli þá er það fyrir löngu farið, því miður. Við sem þjóð þráum það eitt að lifa eins og aðrar þjóðir en það virðist aldrei ætla að takast vegna þess að við höldum okkur ekki við það sem við þekkjum heldur erum alltaf í leit að einhverju sem við vitum ekki hvað er. Grasið er alltaf grænna hinum megin við hæðina.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. nóvember. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Alveg síðan ég man eftir mér kom aldrei annað til greina en að verða leikkona. Ekki kvikmyndaleikkona heldur sviðsleikkona og ég vinn aðallega í leikhúsi. Kvikmyndirnar eru meira eins og létt hliðarspor frá því,“ segir Diana Cavallioti, aðalleikkona rúmensku kvikmyndarinnar Ana, Mon Amour í leikstjórn Cãlin Peter Netzer. Ana, Mon Amour hefur hlotið afar góðar viðtökur, hlaut m.a. Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín, og er hingað komin í tilefni af Rúmenskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís sem hófust í gærkvöldi og standa fram til sunnudags.Erfið vinna Ana, Mon Amour segir ástarsögu þeirra Önu og Toma en hér er engin venjuleg ástarsaga á ferðinni. Ana glímir við alvarlega kvíðaröskun með tilheyrandi kvíðaköstum og margháttuðum vandamálum og hér er í senn tekist á við þessi veikindi sem og fylgifiska þeirra í sambandi unga parsins. Diana Cavallioti segir að velgengni Ana, Mon Amour hafi að mörgu leyti komið henni á óvart. „Þetta er mynd sem ég hafði samt mikla trú á vegna þess að hún dregur þig strax svo djúpt inn í söguna með þeim afleiðingum að þú annaðhvort elskar hana eða hatar. Það er ekkert þar á milli. Það er ekki hægt að labba út af þessari mynd og gleyma henni vegna þess að hún dvelur með þér og krefur þig um að taka afstöðu í ákveðnum málum. Hún snertir þig persónulega og það er hennar styrkur.“ Diana Cavallioti segir að það hafi líka tekið gríðarlega á að gera myndina. „Við æfðum í þrjá mánuði, sjö daga í viku í tíu tíma á dag og svo fórum við í þerapíu til þess að skilja betur um hvað það snýst og svo þurfti ég líka að stúdera sérstaklega kvíðaköstin og taugaveiklunina og þau veikindi sem mín persóna er að glíma við. Og ég neita því ekki að þetta var erfitt ferli.“Úr myndinni Ana, Mon Amour sem er sýnd á Rúmönskum kvikmyndadögum.Ást og þörf Þrátt fyrir þennan þunga undirtón myndarinnar er Ana, Mon Amour ástarsaga og Diana Cavallioti segir að það sé mikilvægt að missa ekki sjónar á því. „Þetta byrjar eins og hver önnur ástarsaga en þegar tvær manneskjur taka saman þá kemur alltaf að því að þau koma með öll sín vandamál inn í sambandið. Það er svo algjört happdrætti hvort viðkomandi tekst að láta þetta passa – að vandamálin verði bærileg og gagnkvæmur skilningur ríki í sambandinu. Ef ekki þá fer allt að liðast í sundur og það er það sem gerist í þessari sögu. Þessi saga er kannski öfgakennt dæmi vegna veikinda Önu og allra pillanna sem hún er að taka en það breytir því ekki að fólk þekkir sig í þessu. Þetta er nefnilega um samskiptin og samskiptaleysið og að ganga í hjónaband sem átti aldrei að verða og þetta er mörgum kunnuglegt. Málið með veikindi á borð við þessi er að þau eru oft svo erfið fyrir aðstandendur. Önu tekst að takast á við sín veikindi með því að leita sér meðferðar en þá einmitt situr Toma eftir. Situr eftir án tilgangs vegna þess að veikindi hennar gefa honum mikilvægi og þannig er þetta líka ákveðin valdabarátta. Þessi þörf fyrir að einhver þurfi á manni að halda getur verið svo sterk.“Þetta er mynd sem ég hafði samt mikla trú á vegna þess að hún dregur þig strax svo djúpt inn í söguna með þeim afleiðingum að þú annaðhvort elskar hana eða hatar, segir Diana.Visir/EyþórÁrans raunveruleiki Rúmensk kvikmyndgerð er hægt vaxandi enda fjármögnunin erfið. Diana Cavallioti segir að í Rúmeníu sé þetta jafnvel enn erfiðara en hjá flestum öðrum þjóðum í Evrópu. „Jafnvel þótt mynd gangi vel utan Rúmeníu þá virðist öllum heima vera sama. Það er sérstaklega erfitt fyrir unga kvikmyndagerðarmenn að komast á kortið því það er ekkert fé að hafa nema fyrir þá sem eru með mikla reynslu. Það sem er sorglegast við þetta er að Rúmenar mæta illa á rúmenskar myndir. Þeir mæta kannski ef mynd fær Gullbjörninn en Silfurbjörninn er ekki nóg,“ segir Diana og getur ekki annað en brosað. „En fólk fer í bíó og það fer líka í leikhús sem er frábært. En fólk vill ekki sjá myndir um litlu eldhúsvandamálin sem bíða þegar heim er komið. Fólk vill sjá stærri myndir, drauma og ævintýri, eitthvað sem sópar þeim burt frá gráma hversdagsins. Vandinn er að það er dýrara að gera slíkar myndir og vonlaust að fá fjármagnið til þess að láta af þeim verða. Árans raunveruleiki alltaf að skemma allt,“ segir Diana og skellihlær.Grasið grænna Rúmenía býr að langri og glæstri sögu í menningu og listum en auk þess býr þjóðin yfir ákveðinni sérstöðu með tungumáli sínu þar sem það er einvörðungu talað í Rúmeníu. Diana Cavallioti segir að því miður virðist Rúmenar ekki hafa mikinn áhuga á því að varðveita menningu sína og tungumál. „Nei, í rauninni ekki. Rúmenar vilja ekki halda í neitt. Við erum galopið samfélag sem virðist þrá það eitt að allt og allir komi og leggi okkur undir sig. Rúmenar eru þjóð á stöðugum flótta undan sínum eigin persónuleika vegna þess að þeim líkar ekki við hann. Við vorum svo lengi lokuð af frá heiminum undir oki kúgunar og það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir foreldra okkar, ömmur og afa og þannig mætti lengi telja. Svo lengi að ég held að það sé í raun komið inn í okkar DNA að vilja flýja – að vilja komast í burtu frá Rúmeníu. Allir vilja komast til Evrópu en þá erum við svo hrædd við þennan austur-evrópska stimpil sem við berum utan á okkur eins og brennimerki. Þannig að ef það var einhvern tíma þjóðarstolt í Rúmenum yfir menningu sinni, listum og tungumáli þá er það fyrir löngu farið, því miður. Við sem þjóð þráum það eitt að lifa eins og aðrar þjóðir en það virðist aldrei ætla að takast vegna þess að við höldum okkur ekki við það sem við þekkjum heldur erum alltaf í leit að einhverju sem við vitum ekki hvað er. Grasið er alltaf grænna hinum megin við hæðina.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. nóvember.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira