„Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 14:49 Hafdís situr hér fyrir miðju. Sigurður Gunnarsson Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Hafdís Roysdóttir, húsfreyja í Svínafelli, segir íbúafund um stöðu mála í Öræfajökli í gær hafa verið mjög góðan og að mikilvæg umræða hafi skapast. „Maður fylltist nú öryggiskennd við að sjá allt þetta fólk frá Rauða krossinum, lögreglunni, slökkviliðinu og annars staðar frá. Þá vissi maður að við erum ekki ein á báti og yrðum látin vita ef eitthvað myndi gerast,“ segir Hafdís í samtali við Vísi. „Maður fann að fólk er á tánum.“ Hafdís segir salinn í Hofgarði hafa verið þéttsetinn og giskar á að minnst 150 manns hafi sótt fundinn. Þar hafi ekki einungis verið um heimamenn í Öræfum að ræða heldur einnig fólk frá Höfn, Suðursveit, Klaustri og svo fólk sem komi að jarðvísindum. Haldin voru fræðsluerindi um Öræfajökul og hvernig hann hefur hagað sér í gosum í gegnum árin. Íbúum var tilkynnt að verið væri að koma fyrir frekari mælum til að fylgjast með jarðhræringum og leiðni í ám úr jöklunum væri oft mæld.Áhyggjur af dýrunum Áhyggjur heimamanna snerust að miklu leyti um slæmt símasamband og útvarpssamband á svæðinu og einnig um mögulegan brottflutning á dýrum. Hafdís segir Öræfi vera sjúkdómalaust svæði svo að ef flytja ætti fé af svæðinu mætti það líklegast ekki vera flutt aftur inn á svæðið. Þar að auki væri nýbúið að rýja allar kindur svo þær ættu erfitt með að vera úti um einhvern tíma. Fundargestum var tilkynnt að til stæði að bæta símasamband á svæðinu, auka styrk og bæta útvarpsskilyrði. Það er ekki einungis fyrir heimamenn því miðað við notkun símakerfis væru um tvö þúsund manns á svæðinu á vetrarmánuðum. „Á hverjum degi eru til dæmis hundruð ferðamanna uppi á jöklunum. Þau koma ekki niður í einum hvelli,“ segir Hafdís. Þá var íbúum sagt að ef til eldgoss kæmi myndu jarðskjálftar greinast í aðdraganda þess. Það yrði ekki án fyrirvara. Þrátt fyrir að fyrirvarinn gæti mögulega verið stuttur ef/þegar sjálft eldgosið hefst.Klár með neyðarkassa Því voru fundargestum veittar leiðbeiningar í að búa til nokkurskonar neyðarkassa. Þar væri hægt að taka til matvæli sem geymast lengi, vasaljós, fatnað, teppi og slíkt. Jafnvel spil og kerti einnig. Neyðarkassann væri svo hægt að taka með ef yfirgefa þurfi svæðið í flýti. Þá væri fólk betur tilbúið til að fara á fjöldahjálparstöð eða slíkt. Fundargestir voru einnig beðnir um að fylla út spurningalista á netinu þar sem spurt er út í fjölda íbúa, fjölda dýra, símasamband og slíkt. Það myndi gera yfirvöldum auðveldara að rýma svæðið undir Öræfajökli. „Þetta var mjög góður fundur. Það var gott að fá þessar upplýsingar og þá umræðu sem skapaðist. Það var gott fyrir okkur,“ segir Hafdís. „Þetta er svolítið sérkennilegt ástand, en það þýðir ekkert annað en að halda bara áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira