Davíð Smári ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2017 12:30 Árásin sem Davíð Smári er ákærður fyrir átti sér stað fyrir tveimur árum við Kjarvalsstaði. Vísir/GVA Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum. Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Davíð Smári Lamude, áður Davíð Smári Helenarson, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember 2015. Árásin átti sér stað á Flókagötu nærri Kjarvalstöðum í Reykjavík en Davíð er sakaður um að hafa ráðist að manni á fertugsaldri með því að slá hann með hækju í höfuð og vinstri hönd. Segir í ákærunni að maðurinn hafi hlotið þriggja sentimetra langan skurð á höfði, heilahristing og brot á vinstra miðhandarbeini. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur snemma í desember. Davíð hefur ekki hlotið dóm undanfarin sex ár og neitar sök í málinu. Hann segist hafa fylgt lögum og reglum. Færsla Davíðs frá því í gær. Fann þjóf undir tré við Klambratún Davíð Smári segir frá því á Facebook að hann hafi komið að manninum að brjótast inn í bíl sinn. Hann sjálfur hafi verið nýkominn úr aðgerð vegna krossbandaslita og ekki náð manninum sem hljóp í burtu með dót úr bíl Davíðs. Davíð hafi svo komið að manninum undir tré við Klambratún, klæddur í föt af Davíð sem hafi hringt í lögreglu. Komið hafi til átaka þar sem Davíð hafi varið sig með hækju sinni. Hann hafi fylgt öllum lögum og reglum. Davíð Smári, sem var á sínum tíma þekktur sem Dabbi Grensás, hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkamsárásir í gegnum tíðina en ekki síðan árið 2011. Hann segist hafa gert upp sína fortíð og unnið í sínum málum. Þá var hann sakaður um fleiri líkamsárásir á sínum tíma sem fóru ekki fyrir dóm. Í fjölmiðlum var fjallað um að Davíð hefði ráðist á knattspyrnumanninn Hannes Þ. Sigurðsson og leikarann Sverri Þór Sverrisson, Sveppa. Málin fóru þó ekki fyrir dómstóla þar sem Davíð bað þá persónulega afsökunar á árásunum.
Tengdar fréttir Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33 Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48 Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22. mars 2010 13:33
Með leikheimild hjá KSÍ þrátt fyrir að hafa viðbeinsbrotið dómara "Mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur," segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari sem viðbeinsbrotnaði eftir árás Davíðs Smára Helenarsonar í knattspyrnuleik í utandeildinni síðasta sumar. 22. maí 2008 15:48
Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. september 2008 12:01
Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1. desember 2009 11:29