„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Margar íslenskar knattspyrnukonur hafa spilað í sænsku deildinni á síðustu árum en nú hefur leikmaður úr deildinni stigið fram og sagt frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á bak við tjöldin. Mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram á síðustu vikum og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í sínu lífi en ekki sagt frá fyrr en nú. Þær hafa skrifað pistla og færslur undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Það dylst engum að kynferðisofbeldi er umfangsmikið samfélagsvandamál og íþróttirnar eru engin undantekning. Í nær öllum tilfellum er um að ræða kynferðislegt áreiti sem konur hafa orðið fyrir frá karlmanni en það er þó ekki algilt. Sænsk knattspyrnukona hefur þannig stigið fram og sagt sína sögu og upplifun af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja.Draumur sem varð að martröð Expressen birtir viðtal við leikmanninn en það kemur ekki fram hver þetta er heldur aðeins að hún hafi spilað í sænsku úrvalsdeildinni.”EN MARDRÖM”. Ex-allsvenska spelaren berättar – blev sexuellt utnyttjad av lagkamrat: ”Hon klädde av mig och hade sex med mig” https://t.co/ghn1hQN1N6pic.twitter.com/gqogKETNHQ — Expressen (@Expressen) November 27, 2017 „Draumur minn um að spila í sænsku úrvalsdeildinni varð að martröð,“ sagði Emma eins og blaðamaður Expressen kallar hana. Það kemur aðeins fram að hún hafi spilað í sænsku deildinni og að hún komi frá suðurhluta Svíþjóðar. Emma segir að hún hafi vitað að hún væri hrifin af konum þegar hún kom upp í aðalliðið og að það hafi verið spennandi að umgangast fullorðnar konur sem vissu það.„Flottur rass“ Emma heyrði einhverja segja „flottur rass“ og hún varð var við það að liðsfélagar horfðu á hana. Liðsfélagar hennar reyndu líka að hella hana fulla í partíum og nudduðu sér upp við hana. Í eitt skiptið kyssti liðsfélagi hennar hana á hálsinn. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin og hún segir næst frá því sem gerðist í leik. Emma segir frá því að hún hafi stundað kynlíf með mótherja eftir leik en hún var þá ungur leikmaður og hin stjörnuleikmaður. „Hún greip um rassinn á mér í hornspyrnu í miðjum leik og sagði: Þú ert mín eftir leikinn. Síðan stóð hún og beið eftir mér þegar ég var búin í sturtu. Það var enginn sem gerði athugasemd við það. Ég elti hana inn í búningsklefann og við stunduðum kynlíf. Ég var bara í sjokki. Hún var búin að vera átrúnaðargoð hjá mér af því að hún var búin að vera góð svo lengi. Á sama tíma var eins og hún hefði valið mig,“ segir Emma.Vísir/GettyEnginn af liðsfélögunum sagði neitt Emma furðar sig á því af hverju enginn leikmaður hafi skipt sér af þessu eins og þetta væri bara venjan. Það gerði engin athugasemd við það sem gerðist og enginn spurði hana hvernig henni leið. Emma segir líka frá því þegar eldri liðsfélagi sem hún var hrifin af, hefði laumað einhverju í drykkinn hennar, klætt hana síðan úr og nauðgað henni. Emma rifjar þetta upp grátandi. Henni leið mjög illa á eftir en hún hafi í raun ekki áttað sig á að þetta hafi verið kynferðisofbeldi fyrr en að hún ræddi við sálfræðing.Sálfræðingurinn hjálpaði henni að átta sig á þessu „Sálfræðingurinn sagði að ég hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig almennilega á því sem hafði gerst. „Hvort sem að ég vildi þetta eða ekki þá var ég undir lögaldri í sumum tilfellum og barn í þeim öllum,“ sagði Emma en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira