Dæmdur fyrir að mynda í laumi í kvennaklefa Crossfit Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 14:47 Brotin voru framin í fyrra. Ja.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að taka myndband af konu í kvennaklefa á meðan hún var nakin í sturtu og fyrir tilraun til að gera hið sama þegar önnur kona fór í sturtu.Atvikið átti sér í Crossfit Reykjavík í Skeifunni í apríl árið 2016. Maðurinn var starfsmaður Crossfit Reykjavík þegar hann framdi brotin. Fyrir dómi játaði hann brot sín skýlaust og sagðist hafa viðurkennt þau strax fyrir konunum og öllum hlutaðeigandi og beðist afsökunar. Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, sagði í samtali við Vísi þegar málið kom upp í apríl í fyrra, að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hefði verið við því. Viðkomandi var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum komið upp í stöðinni. Maðurinn sagðist hafa leitað sér faglegrar aðstoðar hjá geðlækni og fylgi því eftir enn í dag. Þá gerði hann grein fyrir sínum persónulegu högum en honum var sagt upp störfum hjá Crossfit Reykjavík í kjölfar þess að hann greindi vinnuveitanda sínum frá þessu máli.Geðlæknir sagði manninn hafa sýnt iðrun Haft var eftir geðlækni mannsins í þessu máli að maðurinn hefði sýnt iðrun, tekið miklum framförum og sýnt vilja til að ná tökum á lífi sínu. Sagði geðlæknirinn að um batahorfur þeirrar fíknar sem maðurinn glími við gildi sömu lögmál og um aðrar fíknir, engin leið sé að segja til um varanlegan árangur meðferðar en stundi hann meðferðina og fari eftir öllum ráðleggingum, séu batahorfur góðar. Konurnar fóru fram á milljón krónur hvor í bætur frá manninum. Maðurinn gekkst við bótakröfu konunnar sem hann tók upp á myndband, en krafðist sýknu af bótakröfu konunnar sem hann reyndi að taka upp á myndband á þeirri forsendu að ekki hafi verið um fullframið brot að ræða. Í ákæru kom fram að maðurinn hefði farið inn í kvennaklefa í þeim tilgangi að ná myndbandi á snjallsíma sinn af konunni án hennar vitneskju á meðan hún var nakin í sturtu, en hætt við þar sem konan var á leið úr klefanum. Þegar hann mætti konunni var hann með kveikt á myndavél símans.Óvissa um dreifingu á myndefninu Dómurinn taldi manninn bótaskyldan gagnvart konunni og var litið til þess að konan gat ekki vitað hvort manninum hafði tekist að taka af henni myndir og var í óvissu með það. Dómurinn dæmdi konunni sem var tekin upp á myndband 250 þúsund krónur í bætur. Átti hún rétt á bótum að mati dómsins vegna óvissu um dreifingu á myndefninu. Dómurinn tók þó fram að ekki hafi fundist saknæmt efni við rannsókn á síma og tölvu mannsins. Brotið hafði þó mikil áhrif á konuna og þótti dómnum fékk því dæmdar fyrrnefndar bætur upp á 250 þúsund krónur. Konan sem maðurinn reyndi að taka upp á myndband fékk 150 þúsund krónur í bætur frá manninum samkvæmt dómnum. Féllst dómurinn á að skaði konunnar hafi verið minni en þegar brotið var fullframið. Maðurinn var dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fresta skal fullnustu dómsins haldi hann skilorði í tvö ár. Er það jafnframt bundið því skilyrði að hann sæki stuðningsviðtöl hjá geðlækni eins og ástæða þykir og ekki sjaldnar en þrisvar ár ári. Tengdar fréttir Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna Starfsmaður Crossfit Reykjavík var vikið úr starfi og málið á borði lögreglu. 22. apríl 2016 10:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að taka myndband af konu í kvennaklefa á meðan hún var nakin í sturtu og fyrir tilraun til að gera hið sama þegar önnur kona fór í sturtu.Atvikið átti sér í Crossfit Reykjavík í Skeifunni í apríl árið 2016. Maðurinn var starfsmaður Crossfit Reykjavík þegar hann framdi brotin. Fyrir dómi játaði hann brot sín skýlaust og sagðist hafa viðurkennt þau strax fyrir konunum og öllum hlutaðeigandi og beðist afsökunar. Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, sagði í samtali við Vísi þegar málið kom upp í apríl í fyrra, að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hefði verið við því. Viðkomandi var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum komið upp í stöðinni. Maðurinn sagðist hafa leitað sér faglegrar aðstoðar hjá geðlækni og fylgi því eftir enn í dag. Þá gerði hann grein fyrir sínum persónulegu högum en honum var sagt upp störfum hjá Crossfit Reykjavík í kjölfar þess að hann greindi vinnuveitanda sínum frá þessu máli.Geðlæknir sagði manninn hafa sýnt iðrun Haft var eftir geðlækni mannsins í þessu máli að maðurinn hefði sýnt iðrun, tekið miklum framförum og sýnt vilja til að ná tökum á lífi sínu. Sagði geðlæknirinn að um batahorfur þeirrar fíknar sem maðurinn glími við gildi sömu lögmál og um aðrar fíknir, engin leið sé að segja til um varanlegan árangur meðferðar en stundi hann meðferðina og fari eftir öllum ráðleggingum, séu batahorfur góðar. Konurnar fóru fram á milljón krónur hvor í bætur frá manninum. Maðurinn gekkst við bótakröfu konunnar sem hann tók upp á myndband, en krafðist sýknu af bótakröfu konunnar sem hann reyndi að taka upp á myndband á þeirri forsendu að ekki hafi verið um fullframið brot að ræða. Í ákæru kom fram að maðurinn hefði farið inn í kvennaklefa í þeim tilgangi að ná myndbandi á snjallsíma sinn af konunni án hennar vitneskju á meðan hún var nakin í sturtu, en hætt við þar sem konan var á leið úr klefanum. Þegar hann mætti konunni var hann með kveikt á myndavél símans.Óvissa um dreifingu á myndefninu Dómurinn taldi manninn bótaskyldan gagnvart konunni og var litið til þess að konan gat ekki vitað hvort manninum hafði tekist að taka af henni myndir og var í óvissu með það. Dómurinn dæmdi konunni sem var tekin upp á myndband 250 þúsund krónur í bætur. Átti hún rétt á bótum að mati dómsins vegna óvissu um dreifingu á myndefninu. Dómurinn tók þó fram að ekki hafi fundist saknæmt efni við rannsókn á síma og tölvu mannsins. Brotið hafði þó mikil áhrif á konuna og þótti dómnum fékk því dæmdar fyrrnefndar bætur upp á 250 þúsund krónur. Konan sem maðurinn reyndi að taka upp á myndband fékk 150 þúsund krónur í bætur frá manninum samkvæmt dómnum. Féllst dómurinn á að skaði konunnar hafi verið minni en þegar brotið var fullframið. Maðurinn var dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fresta skal fullnustu dómsins haldi hann skilorði í tvö ár. Er það jafnframt bundið því skilyrði að hann sæki stuðningsviðtöl hjá geðlækni eins og ástæða þykir og ekki sjaldnar en þrisvar ár ári.
Tengdar fréttir Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna Starfsmaður Crossfit Reykjavík var vikið úr starfi og málið á borði lögreglu. 22. apríl 2016 10:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður úr áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna Starfsmaður Crossfit Reykjavík var vikið úr starfi og málið á borði lögreglu. 22. apríl 2016 10:42